Úrval - 01.02.1949, Side 10
8
■0RVAL,
fuflra hugsjónamanna, eða hæg-
fara en jafnöruggri eyðilegg-
ingu með sköpun „nýs og betri
heims“. Enginn ávinningur fæst
án endurgjalds, og það bezta
sem við getum gert, er að beita
stöðugt öllum gáfum okkar og
allri góðvild okkar að því marki,
að gjaldið fyrir framfarirnar
verði sem minnst. Við verðum að
uppgötva hvaða aðstæður veita
mönnunum bezt skilyrði til heil-
brigðs, ánægjuríks og skapandi
lífs. 1 Ijósi þeirrar þekkingar
getum við síðan notað hina vax-
andi tæknimenningu til að skapa
þessi hagkvæmu skilyrði með
sem minnstum tilkostnaði. Með
því móti getum við vænzt þess
að ná því marki, sem er miklu
æskilegra en „nýr og betri heim-
ur“, eða fullkomið þúsundára-
ríki, en það er heilbrigt, mann-
legt samfélag.
~k ★ -k
Fyrsta staupið.
Það var í fyrsta skipti sem mér var boðið á veitingahús.
Pilturinn, sem bauð mér var heldur ekki margreyndur í þeim
sökum. Við fórum inn í næturklúbb, bárum okkur eins og við
værum daglegir gestir á slíkum stöðum og báðum um kampa-
vín. Þjónninn kom með gilda, axlamjóa flösku, vafða samkvæmt
reglum listarinnar í hvítan pentudúk, lét tappann fljúga með
háum hvelli og hellti freyðandi drykknum í glösin okkar. Okk-
ur létti stórum og við hölluðum okkur aftur á bak i sælli eftir-
væntingu. Þjónninn hafði ekki spurt okkur hvað við værum
gömul, en hvorugt okkar hafði náð þeim aldri, sem heimilar
okkur að kaupa vín.
Kampavínið var dásamlegt og áhrifin unaðsleg. Við létum
þjóninn hella í glösin aftur, og i þriðja sinn. Að lokum fannst
okkur tími til kominn að fara heim, og boðsherrann minn bað
um reikninginn með sjálfsöryggi hins reynda heimsborgara. Þeg-
ar hann sá reikninginn, roðnaði hann, og þjónninn leit undan
og brosti. Á reikningnum stóð:
6 glös sætur gosdrykkur með kjarnabragði kr. 10,00.
Gat ekki fengið af mér að spilla ánægjunni fyrir
ykkur, börnin góð. — Þjónninn.
— Elve Mickeison í „Reader’s Digest“.