Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 52
50
TJRVAIj
Kannske gat hann, þegar til
kom, „drepið hest“? Með vark-
árni tókst mér að bregða leiðslu
um höfuð álsins, og annarri um
spörðinn. Nú átti að koma ljós
á peru, sem tengd væri við leiðsl-
urnar. En það vottaði ekki fyrir
glóð, hvað þá meira. Svo snerti
ég báða leiðsluendana með vísi-
fingrunum, en fann engan
straum. Aftur á móti fann ég
fiðring í fingurgómunum, þegar
ég snerti álinn með þurri spýtu.
Það var merki þess, að raf-
magnsstraumur streymdi frá
fiskinum. En það kviknaði ekki
á lampanum! Hvers konar raf-
magn var þetta?
Ég héit áfram tilraununum,
en árangurinn varð enginn. Eg
reyndi voltmæla, amperemæla,
galvanomæla, en þeir sýndu eng-
in merki. Loks datt mér í hug
að reyna nýjan lampa, einskon-
ar neonlampa, ekki samskonar
og notaðir eru við ljósaauglýs-
ingar, heldur langt, mjótt rör,
svipað þeim sem notuð eru fyrir
náttlampa. Gólfið í rannsóknar-
stofunni var rennblautt, og
leiðslur lágu um það langs og
þvers. Allt var raunverulega í
megnustu óreiðu. Skyndilega
fékk ég straum í mig og ég
hentist til, en um leið sá ég
bregða fyrir glampa í rörinu!
Ég varð svo undrandi, að ég
hélt, að þetta hefði verið mis-
sýning af völdum straumsins,
sem hljóp í mig. Fullur eftir-
væntingar reyndi ég að endur-
taka það, sem skeð hafði. Áll-
inn hlaut að því er virtist að
hafa verið í beinu sambandi við
ljósrörið. Ég setti upp gúmmí-
hanzka og tók að erta álinn, og
aftur brá fyrir glampa í rörinu.
Og þá rann annað ljós upp fyrir
mér. Ég skildi, að ástæðan til
þess að ekki hafði kviknað á
perunni, var einfaldlega sú, að
hún þurfti svo sem einn fimmt-
ugasta úr sekúndu til að hitna,
áður en kviknað gæti á henni.
Straumurinn frá álnum var nógu
sterkur, en hann var of skamm-
lífur til að geta kveikt á per-
unni. Ég komst að raun um,
að spennan var að minnsta kosti
80 volt, en það er minnsta
spenna, sem þarf til þess að
kviknað geti á svona neonröri.
Með því að nota röð neon-
lampa, sem tengdir voru hver
við annan og með mismunandi
mótstöðu, sannprófaði ég, að
spennan gat komizt yfir 300
volt, og að Faraday hafði haft
rétt fyrir sér, þegar hann hélt
því fram, að straumurinn færi