Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 95
LÖGMÁL EFNISINS I LJÓSI NÚTlMAÞEKKINGAR
93
stöfun nafnsins táknar atóm-
númerið, en talan aftan við nafn-
ið þýðir atómþungann.
10. Einn af eiginleikum efn-
isins er massinn. Atómþungi
frumefnanna er táknaður í hlut-
falli við atómþunga vetnis, sem
er léttast allra frumefna og
atómþungi þess settur = 1.
11. Til hægðarauka hefur
svo tölunum, sem tákna atóm-
þungann, verið breytt þannig, að
atómþungi þeirrar tegundar súr-
efnis, sem algengust er, verði
nákvæmlega 16. Atómþungi
flestra efna verður þá heil tala,
en vetni fær atómþungann 1,008.
Eðlisfræðingar álíta, að þetta
brot hafi mikla þýðingu við út-
reikning á orku, sem myndast
við breytingar á atómkjörnum.
12. Atómnúmerið er mál fyr-
ir rafhleðslu kjarnans. Atóm-
þunginn er mál fyrir massa
atómsins.
13. Mismunandi sýnishorn
sama frumefnis, hafa stundum
mismunandi atómþunga. Sú teg-
und af blýi, sem finnst í sömu
steintegund og radíum, hefur t.
d. annan atómþunga en venju-
legt blý.
14. Að öllu öðru leyti eru
þessar tvær tegundir blýs kem-
ískir tvíburar, nákvæmlega eins
nema hvað þungann snertir.
Frumefni, sem eru eins að öllu
öðru leyti en atómþunga, kallast
ísótópur eða ísótóp frumefni.
15. Mismunandi ísótópur
hafa fundizt fyrir því nær öll
frumefni, sumar stöðugar, aðr-
ar óstöðugar, og eru þá geisla-
virkar.
Þegar talað er um atómþunga
frumefnis, er venjulega átt við
atómþunga stöðugustu tegund-
ar þess.
16. Af frumefninu úraníum
eru til allmargar ísótópur.
Algengasta tegund úraníums
hefur atómþungann 238, og var
hún notuð til að framleiða hin
nýju frumefni, sem áður voru
nefnd. U-235 er notað til að
framleiða atómsprengjur.
17. ísótópan U-235 og frum-
efnið plútóníum eru nothæf efni
í atómsprengjur, vegna þess að
hægt er að kljúfa atómkjarna
þeirra.
18. Þegar atómsprenging fer
fram, klofnar kjarni atómsins
í tvö og stundum fleiri léttari
frumefni og losnar þá kjarn-
orka um leið.
19. Atómkljúfur heitir á-
hald, sem notað er til atóm-
sprenginga í rannsóknar skyni.