Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 125
ÚR MINNISBLÖÐUM HINS BRÁÐLYNDA
123
„Nicolas, ég er yðar. Að vísu
get ég ekki elskað yður, en
ég get lofað yður því að vera
yður trú.“
Síðan þrýstir hún sér upp að
brjósti mínu, en hrekkur svo
skyndilega til baka.
„Einhver er að koma . . .“
„Far vel ... Á morgum
klukkan ellefu í laufskálan-
nm . . . Far vel!“
Hún er horfin. Ég botna
ekki neitt í neinu, aftur á
móti hef ég kveljandi hjart-
slátt og ég geng heim. Þar bíður
mín „Hundaskatturinn, fortíð
hans og framtíð", en ég get bara
ekki unnið lengur. Ég er hvít-
glóandi af bræði. Það væri jafn-
vel hægt að segja að ég væri
ægilegur. Fjandinn sjálfur hirði
það allt saman, ég þoli
ekki að láta fara með mig eins
og einhvern strákbjálfa! Ég er
bráðlyndur, það er hættulegt
að leika með mig! Þegar þjón-
ustustúlkan kemur inn í her-
bergið til að kallá á mig í
kvöldmatinn, rýk ég upp:
„Farið þér út!“ Þetta bráðlyndi
lofar engu góðu.
Morgunn næsta dags. Sumar-
blíða, það er að segja, hita-
stig undir núlli, kaldur nístandi
vindur, rigning, aur og nafta-
línslykt, af því að mamma hefur
tekið sloppinn sinn upp úr
koffortinu. Einn djöfuls morg-
unn. Það er hinn 7. ágúst 1887,
sólmyrkvadagur.
Ég verð að taka það fram,
að í sambandi við slíka myrkva
getur hvert og eitt okkar átt
hinn þarfasta hlut að máli,
þótt ekki séu stjörnufræðingar.
Sérhvert okkar getur nefnilega
gert eftirfarandi athuganir: 1.
ákveðið þvermál tungls og sólar,
2. teiknað geislakrónu sólar-
innar, 3. mælt hitastig loftsins,
4. gefið gætur að dýrunum og
plöntunum meðan myrkvinn
stendur yfir, 5. skrásett eigin
tilfinningar o. s. frv. Þetta er
svo mikilsvert, að ég lét
„Hundaskattinn, fortíð hans og
framtíð“ bíða um stund, og á-
kvað að gera athuganir á
myrkvanum. Við fórum öll
snemma á fætur. Vinnu þeirri
sem fyrir lá, skipti ég þannig:
þvermál sólar og tungls átti ég
að ákveða, særði liðsforinginn
átti að teikna geislakrónu
sólarinnar, allt hitt áttu Masj-
enka og hinar litklæddu meyjar
að annast. Við komum því sam-
an og biðum.
„Hvernig stendur eiginlega á
sólmyrkvum?“ spyr Masjenka.