Úrval - 01.02.1949, Side 29
Blóðflokkarannsóknir eru
mikilvægar í barnsfaðernismálum.
Bióðfiokkarannsóknir í baras-
faðeraismálum.
Grein úr ,,Hygenia“,
eftir Henry Morton Robinson.
¥ fyrra kom það fyrir, að ung,
ógift stúlka benti á kunnan,
amerískan stjórnmálamann sem
föður að 6 mánaða barni sínu.
Stjórnmálamaðurinn var svo
heppinn, að málið kom fyrir
rétt í New York borg, en hún
er eitt af fáum lögsagnarum-
dæmum Bandaríkjanna, þar
sem blóðflokkarannsóknir eru
teknar gildar sem sönnunargagn
í barnsfaðernismálum. Réttur-
inn mælti svo fyrir, að rannsakað
skyldi blóð úr manninum, stúlk-
unni og barninu, og niðurstaða
rannsóknarinnar varð sú, að
stjórnmálamaðurinn gæti ekki
verið faðir að barninu. Var
málinu þá vísað frá á þeirn
grundvelli.
Til skamms tíma voru barns-
faðernismál þau mál, sem einna
erfiðast var að gefa ótvíræðan
úrskurð um. Ógift móðir bendir
á mann sem föður að barni
sínu. Þessi maður lýsir því yfir
(ef til vill réttilega), að konan
sé sér algerlega ókunn, eða ef
hann játar að hafa átt mök við
hana, fullyrðir hann, að hann
sé aðeins einn af mörgum.
Þegar fullyrðing stendur þannig
á móti fullyrðingu, hneigist
rétturinn alla jafna að því að
úrskurða konunni í vil, af
náttúrlegri samúð með henni í
erfiðleikum hennar.
í ýmsum löndum Evrópu hafa
blóðflokkarannsóknir í barns-
faðernismálum tíðkazt um all-
langt skeið. I Danmörku fengu
775 karlmenn staðfestingu á af-
neitun faðernis á árunum 1933
til 1936.
Blóðflokkarannsóknir þessar
eru byggðar á óhrekjanlegum,
vísindalegum grundvelli. Árið
1901 uppgötvaði austurríski
4*