Úrval - 01.02.1949, Side 120
118
ÚRVAL
arm, þá finnst mér alltaf ein-
hvernveginn, að ég sé eins og
snagi, sem þung loðkápa hefur
verið hengd á, en Nadjenka eða
Warjenka er, okkar á milli sagt,
full af ástríðu (afi hennar var
Armeníumaður), og þar að
auki hefur hún þann eiginleika,
að leggjast með öllum þunga
sínum á arm þess sem leiðir
hana og þrýsta sér eins og blóð-
suga upp að mjöðminni á
manni. Og svo þrömmum við
áfram .... Þegar við göngum
framhjá Karelinshúsinu, kem
ég auga á hundinn stóra, sem
strax minnir mig á hundaskatt-
inn minn. Með harm í huga
hugsa ég um hið byrjaða verk,
og styn þungan.
,,Hvers vegna andvarpið
þér ?“ spyr Nadjenka eða Warj-
enka og andvarpar sjálf.
Hér verð ég raunar að skjóta
dálitlu inn í. Nadjenka eða
Warjenka (um leið dettur mér
1 hug að hún heitir víst
Masjenka, eftir því sem ég nú
fæ bezt munað), hefur nefni-
lega fengið þá flugu í höfuðið,
að ég sé ástfangin af sér, og
álítur það því eitt af boðorð-
um mannkærleikans að líta á
mig full meðaumkunar og lækna
áverka sálar minnar með orðum.
„Heyrið þér,“ sagði hún og
stanzaði, „ég veit hvers vegna
þér andvarpið. - Þér elskið, það
er málið! En ég grátbæni yður
í nafni vináttu okkar að trúa
mér til þess, að stúlkan sem
þér elskið, heldur innilega upp
á yður! Hún getur ekki endur-
goldið ást yðar, en getur hún
gjört að því, að hjarta hennar
tilheyrir öðrum og hefur giört
það lengi?“
Nefið á Masjenku roðnar og
þrútnar, tár brjótast fram í
augun; hún virðist búast við
svari frá mér, en sem betur fer
erum við allt í einu komin alía
leið heim til hennar . . . Móðir
Masjenku, allra bezta kona, en
að sjálfsögðu full af hleypidóm-
um, situr fyrir framan húsiö.
Þegar hún sér hina æstu drætti
í andliti dóttur sinnar, lítur hún
á mig löngum augum og and-
varpar eins og hún vildi segja:
„Ö, svona er þetta unga fólk,
ekki getur það einu sinni leynt
því.“ Hjá henni sitja einnig
nokkrar stúlkur í litskrúðug-
um kjólum, og mitt á meðal
þeirra er nábúi minn, uppgjafa
liðsforingi, sem særðist bæði á
vinstra gagnauga og hægra
fæti í síðustu herferð sinni.
Þessi aumingja maður hefur