Úrval - 01.02.1949, Side 120

Úrval - 01.02.1949, Side 120
118 ÚRVAL arm, þá finnst mér alltaf ein- hvernveginn, að ég sé eins og snagi, sem þung loðkápa hefur verið hengd á, en Nadjenka eða Warjenka er, okkar á milli sagt, full af ástríðu (afi hennar var Armeníumaður), og þar að auki hefur hún þann eiginleika, að leggjast með öllum þunga sínum á arm þess sem leiðir hana og þrýsta sér eins og blóð- suga upp að mjöðminni á manni. Og svo þrömmum við áfram .... Þegar við göngum framhjá Karelinshúsinu, kem ég auga á hundinn stóra, sem strax minnir mig á hundaskatt- inn minn. Með harm í huga hugsa ég um hið byrjaða verk, og styn þungan. ,,Hvers vegna andvarpið þér ?“ spyr Nadjenka eða Warj- enka og andvarpar sjálf. Hér verð ég raunar að skjóta dálitlu inn í. Nadjenka eða Warjenka (um leið dettur mér 1 hug að hún heitir víst Masjenka, eftir því sem ég nú fæ bezt munað), hefur nefni- lega fengið þá flugu í höfuðið, að ég sé ástfangin af sér, og álítur það því eitt af boðorð- um mannkærleikans að líta á mig full meðaumkunar og lækna áverka sálar minnar með orðum. „Heyrið þér,“ sagði hún og stanzaði, „ég veit hvers vegna þér andvarpið. - Þér elskið, það er málið! En ég grátbæni yður í nafni vináttu okkar að trúa mér til þess, að stúlkan sem þér elskið, heldur innilega upp á yður! Hún getur ekki endur- goldið ást yðar, en getur hún gjört að því, að hjarta hennar tilheyrir öðrum og hefur giört það lengi?“ Nefið á Masjenku roðnar og þrútnar, tár brjótast fram í augun; hún virðist búast við svari frá mér, en sem betur fer erum við allt í einu komin alía leið heim til hennar . . . Móðir Masjenku, allra bezta kona, en að sjálfsögðu full af hleypidóm- um, situr fyrir framan húsiö. Þegar hún sér hina æstu drætti í andliti dóttur sinnar, lítur hún á mig löngum augum og and- varpar eins og hún vildi segja: „Ö, svona er þetta unga fólk, ekki getur það einu sinni leynt því.“ Hjá henni sitja einnig nokkrar stúlkur í litskrúðug- um kjólum, og mitt á meðal þeirra er nábúi minn, uppgjafa liðsforingi, sem særðist bæði á vinstra gagnauga og hægra fæti í síðustu herferð sinni. Þessi aumingja maður hefur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.