Úrval - 01.02.1949, Qupperneq 70
6S
ÚRVAL
okkur inn í lítið rjóður skammt
frá og fóru að bíta í ró og
spekt. Skyndilega heyrðist úr
runnanum í útjaðri rjóðursins
þetta dimma hása öskur, sem
aldrei gleymist þeim, er einu
sinni hefur heyrt það, veiði-
öskur ljónsins. Annar hafurinn
þaut eins og örskot yfir veginn
tæpa þrjá metra fyrir framan
bílinn okkar. Hinn stefndi á
runna, en á hælum hans var
gulmórautt ferlíki og á næstu
sekúndu hóf það sig á loft og
kom niður á bak hafursins •—-
rétt um leið og hávaxið grasið
huldi þau bæði sjónum okkar.
Það heyrðist hlunkur, þegar
ljónið og hafurinn féllu til jarð-
ar, og ofsafengið skrjáf í gras-
inu, en eftir örskamma stund
datt allt í dúnalogn. 1 fjarska
vældu nokkrar hýenur, sem
vissu sér búinn málsverð. At-
burðirnir í þjóðgarðinum gerast
með skjótum hætti.
Af margra ára reynslu og at-
hugunum sannfærðist Steven-
son-Hamilton um það, að líf-
inu í þjóðgarðinum sé bezt
borgið, ef dýrin eru látin í
friði. Mjög litlar lagfæringar á
jafnvægishlutföllunum miiii
hinna einstöku dýrategunda eru
nauðsynlegar. Þó eru grimmir
flækingsfílar drepnir, enda eru
þeir hættulegir, og einnig særð
ljón, sem geta ekki elt uppi
fótfrá dýr og leggjast því á
auðunnari bráð, svo sem menn.
Hlutföllin milli hinna ýmsu
dýrategunda breytast nálega
ekkert. Og þó að þjóðgarð-
urinn sé ekki girtur, leita mjög
fá dýr út fyrir hann. Allsstaðar
í garðinum eru dýrin hraust-
leg í útliti og háralag þeirra
fallegt, og er það mjög ólíkt því
sem gerist í venjulegum dýra-
görðum.
„Það er furðulegt, hvað nátt-
úran getur gert,“ sagði einn
gamall starfsmaður þjóðgarðs-
ins, ,,ef hún fær að vera í friði.“
Kruger þjóðgarðurinn er
sönnun þess. Hann veitir þús-
undum manna ánægju og endur-
næringu á ári hverju. Hann er
minnisvarði mikils hugsjónar-
manns.
Amerískir núdistar (nektarstefnumenn) hafa haldið þing og-
samþykkt ályktun á þá leið, að núdisminn g-æti komið á heims-
friði, því að ef allir hermenn væru naktir, væri ómögulegt fyr-
ir þá að greina í sundur óvini og samherja.
— News Chronicle.