Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 115
FRÆÐSLA 1 FEIMNISMÁLUM
ua
því, að hún hafði sagt mér hana
tvisvar áður.
í þetta skipti sagði hún frá
eins og í draumi, hún ruggaði
sér fram og aftur í ruggustóln-
um og starði á fannbreiðuna fyr-
ir utan gluggann. Þegar hún
kom að því í sögunni, er hún
hitti prestinn, leit hún aftur í
augu mér. „Mér er nú orðið Ijóst
að mér hafði aldrei verið alveg
sama um hann, enda var það
ekki nema eðlilegt um stúlku
á mínum aldri, sem býr undir
sama þaki og ungur maður. Og
svo var hann líka prestur. Prest-
ar verða að vera svo miklu bet-
ur máli farnir en aðrir menn, að
kvenfólk fær þá hugmynd, að
þeir séu meira lifandi en aðrir
karlmenn, sem ekki er eins
liðugt um tungutak. Ég hélt,
að ástæðan til þess að ég
fleygði mér í fang hans, hefði
verið hræðsla. Og víst hafði
skraf frænku minnar um að ak-
urinn væri fullur af karlmönn-
um, sem sætu um ungar stúlk-
ur, vakið hjá mér ugg. En þetta
var ekki aðalástæðan til þess,
að ég fleygði mér í fang Mal-
colms Fairchild og þrýsti hon-
um að mér. Ég veit það nú.
Hví í ósköpunum hafði mér ekki
verið kennt neitt um þetta þá?
Stúlkur hefðu gott af að
vita, að þær eru eins og allir
aðrir — gæddar mannlegu eðli
og kynferðislífi, hvorutveggja
samantvinnuðu. Ég þurfti ekki
að þrýsta honum að mér. Ég
hefði heldur ekki gert það, ef
hann hefði verið óhreinn, feitur
og gamail eða hefði tuggið tó-
bak.“
Ég hreyfði mig í stólnum og
ætlaði að fara að segja: „En
það er enginn hægðarleikur, að
segja stúlkum —“, en hún flýtti
sér að svara mótbárunni, sem
þó hafði ekki komið yfir varir
mínar. „Ég veit, ég veit, það
er margt, sem maður getur ekki
komið orðum að. Það eru bók-
staflega ekki til nein orð til að
lýsa því, sem er jafnbeggja-
blands og sambúð karls og konu.
En þú veizt eins vel og ég, að
það er hægt að kenna unglingum
það, sem maður vill að þeir læri,
með mörgu öðru móti en orð-
unum einum.“
Gamla konan hætti að rugga
sér, svo að hún gæti skyggnzt
aftur í fortíðina. „Það, sem mér
var í huga, þarna úti á akrin-
um — að nokkru leyti að
minnsta kosti — var það sama
og verið hafði allan þann tíma,
sem ég hafði búið í sama húsi