Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 79

Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 79
OFDRYKKJA OG DÆKNING HENNAR 77 hvað skeð hafði, og ég varð að spyrja konuna mína í þaula til þess að fá að vita, hvað ég hefði gert af mér, hvar ég hefði „dá- ið“, hver hefði hjálpað mér heim, hvað ég hefði sagt, hvar ég hefði dottið og ótal margt ann- að, sem ekki var þó nægilegt til að opna augu mín til fulls. Þegar hér var komið, var á- stand mitt orðið slæmt. Ég átti erfitt um svefn, og meðan ég drakk, neytti ég ekki matar. Ég forðaðist vini mína og fólk, sem þekkti mig. Ég sótti veitinga- hús, þar sem ég var ókunnug- ur, og ef fyrir kom að ég drakk með kunningjum mínum, þá laumaðist ég fljótlega burtu. Þeir drukku ekki lengur nógu geyst fyrir mig. Ég talaði við hvern, sem hlusta vildi á mig, en kaus venjulega einhvern mér minni mann, sennilega af því, að það veitti mér tækifæri til að finna til yfirburða, en slíkt hafði ég mikla þörf fyrir. Ég þoldi illa aðfinnslur og gagnrýni og taldi slíkt vanmat á mér. En hversvegna ég drakk, vissi ég eiginlega ekki. Ef til vill til þess að forðast það, sem mér var illa við, eða gat ekki horfzt í augu við, og sem ég vissi að var mér að kenna. Heimilislífið var slæmt. Konan mín kvartaði og nöldraði af því að hún var hrædd, og kynhvöt mín var löm- uð. Það var stöðugt í mér sterk löngun í tilbreytingu. Ég þráði að losna við leiðindi og áhyggj- ur hins daglega lífs, sem að sínu leyti áttu rót sína að rekja til drykkjuskapar míns. Því meira sem ég drakk, því síður fann ég það sem ég þráði eða gat notið þess, ef ég fann það. Ég var lokaður í vítahring — hring- ekju ofdrykkjunnar — og þaðan virtist ekkert geta hjálp- að mér nema meira áfengi. Ég vaknaði einn morgun við verri líðan en nokkru sinni fyrr. Ég mundi ekkert hvað skeð hafði. Ég vissi ekki hvar ég var og ég var ekki með neina peninga í vösunum. Ég vissi, að ég var að leika mér gálauslega að framtíð minni, og að ég mundi sennilega missa at- vinnuna á hverri stundu, en þessi vitneskja var ekki ný fyr- ir mig. Ég strengdi þess heit, að ég skyldi aldrei bragða áfengi framar — en hvað stoðaði það? Ég hafði oft áður heitið því. Ég gæti kannske haldið það stuttan tíma, en fyrr eða síðar — sennilega þegar sízt skyldi — mundi ég fá mér fyrsta glas-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.