Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 79
OFDRYKKJA OG DÆKNING HENNAR
77
hvað skeð hafði, og ég varð að
spyrja konuna mína í þaula til
þess að fá að vita, hvað ég hefði
gert af mér, hvar ég hefði „dá-
ið“, hver hefði hjálpað mér heim,
hvað ég hefði sagt, hvar ég
hefði dottið og ótal margt ann-
að, sem ekki var þó nægilegt
til að opna augu mín til fulls.
Þegar hér var komið, var á-
stand mitt orðið slæmt. Ég átti
erfitt um svefn, og meðan ég
drakk, neytti ég ekki matar. Ég
forðaðist vini mína og fólk, sem
þekkti mig. Ég sótti veitinga-
hús, þar sem ég var ókunnug-
ur, og ef fyrir kom að ég drakk
með kunningjum mínum, þá
laumaðist ég fljótlega burtu.
Þeir drukku ekki lengur nógu
geyst fyrir mig. Ég talaði við
hvern, sem hlusta vildi á mig,
en kaus venjulega einhvern
mér minni mann, sennilega af
því, að það veitti mér tækifæri
til að finna til yfirburða, en
slíkt hafði ég mikla þörf fyrir.
Ég þoldi illa aðfinnslur og
gagnrýni og taldi slíkt vanmat
á mér. En hversvegna ég drakk,
vissi ég eiginlega ekki. Ef til vill
til þess að forðast það, sem mér
var illa við, eða gat ekki horfzt
í augu við, og sem ég vissi að var
mér að kenna. Heimilislífið var
slæmt. Konan mín kvartaði og
nöldraði af því að hún var
hrædd, og kynhvöt mín var löm-
uð. Það var stöðugt í mér sterk
löngun í tilbreytingu. Ég þráði
að losna við leiðindi og áhyggj-
ur hins daglega lífs, sem að sínu
leyti áttu rót sína að rekja til
drykkjuskapar míns. Því meira
sem ég drakk, því síður fann
ég það sem ég þráði eða gat
notið þess, ef ég fann það. Ég
var lokaður í vítahring — hring-
ekju ofdrykkjunnar — og
þaðan virtist ekkert geta hjálp-
að mér nema meira áfengi.
Ég vaknaði einn morgun við
verri líðan en nokkru sinni
fyrr. Ég mundi ekkert hvað
skeð hafði. Ég vissi ekki hvar
ég var og ég var ekki með
neina peninga í vösunum. Ég
vissi, að ég var að leika mér
gálauslega að framtíð minni, og
að ég mundi sennilega missa at-
vinnuna á hverri stundu, en
þessi vitneskja var ekki ný fyr-
ir mig. Ég strengdi þess heit,
að ég skyldi aldrei bragða áfengi
framar — en hvað stoðaði
það? Ég hafði oft áður heitið
því. Ég gæti kannske haldið það
stuttan tíma, en fyrr eða síðar
— sennilega þegar sízt skyldi
— mundi ég fá mér fyrsta glas-