Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 38
Hvað er efnið? Að Iangmestu leyti tómt rúm,
segja eðlisfræðingar mitímans.
Hið tóma rúm í frumeindinni
Úr bókinni „Truths Men Live By“,
eftir John A. O’Brien.
TT'F þú sæir ferðamann kalla
^ á fimm burðarkarla og biðja
þá um hjálp til að bera leik-
fangakassa á stærð við sígar-
ettupakka, mundi þér verða
skemmt. En ef þessir sex menn
gætu ekki bifað kassanum,
mundi gleði þín breytast í undr-
un. Og ef ferðamaðurinn opn-
aði síðan kassann og sýndi þér,
að ekkert væri í honum nema
eitt duftkorn, mundirðu verða
orðlaus.
Og ef duftkornið væri svo lát-
ið á vog og í ljós kæmi, að það
væri nokkrar smálestir á þyngd,
þá mundirðu nudda augun í
skilningslausri forundrun og
segja: ,,Er þetta jörðin, sem ég
hef þekkt — eða eitthvert
draumaland, sem ég hef verið
fluttur í?“
Samt ske í hinum nýja heimi,
sem frumeindafræðingarnirhafa
opnað fyrir okkur, miklu ótrú-
legri atburðir en þeir, sem urðu
á vegi Lísu í Undralandi.
Þeir fullyrða, að litla duft-
kornið í kassanum gæti verið
margar smálestir — ef eindun-
um, sem það samanstendur af,
væri þjappað saman og ekkert
tómt rúm látið vera á milli
þeirra.
Tómt rúm í föstu efni? Já;
við vitum nú, að efnið saman-
stendur nálega eingöngu af tómu
rúmi. Hinar örsmáu agnir efnis-
ins snúast með eldingarhraða
hver um aðra í tómu rúmi, sem
að tiitölu við stærð þeirra má
telja óravídd. Ekkert mannlegt
auga hefur litið þessar agnir,
en eðlisfræðingar hafa fært
sönnur á tilveru þeirra og hátt-
erni með stærðfræðilegum út-
reikningum og tilraunum.
Hinn gamli heimur forfeðra
okkar var gerður af efnum, sem
fylltu út rúm og samsett voru
úr hörðum og (að þeirra áliti)
hreyfingarlausum efnisögnum.
Sá heimur hefur orðið að þoka
fyrir hinum nýja heimi vís-