Úrval - 01.02.1949, Page 80
78
ÚRVAL
ið aftur. Þá var hringekjan
komin af stað með mig og engin
leið fyrir mig að losna úr
henni fyrr en hún hafði runn-
ið skeið sitt á enda.
Það var þá sem ég leitaði á
náðir félagsskapar sem nefn-
ist „Félag nafnlausra áfengis-
sjúklinga",1) og lærði þau ein-
kunnarorð, sem áttu (og eiga
vonandi) eftir að verða bjarg-
vættur minn: ,,Ég ætla ekki
að bragða vín í dag“. Heit
mitt náði ekki til heillar viku,
eða mánaðar, eða til æfiloka,
heldur aðeins til eins dags. Það
er staðreynd, að flestir of-
drykkjumenn eru að eðlisfari
félagslyndir og gefnir fyrir gleð-
skap, og þessir eiginleikar verða
einmitt þess valdandi, að vínið
freistar þeirra oft. Hvernig fer
ofdrykkjumaður, sem hættur er
að drekka, að því að lifa lifi
sínu? Ég hafði það fyrir sið að
fara í veitingahús eða klúbb á
kvöldin. Sumir félagar mínir
í „F.N.Á.“ vissi ég til að höfðu
0 Sjá grein í 1. hefti 4. árg.:
„Samhjálp drykkjumanna." Sams-
konar félagsskapur hefur verið stofn-
aður hér á landi, og geta menn
fengið upplýsingar um hann með
bréflegri fyrirspurn í pósthólf 702
í Reykjavík.
sagt skilið við drykkjubræður
sína, sagt sig úr golfklúbb eða
öðrum félögum og útilokað sig
frá tækifærum til heilbrigðar
hressingar. Þeir höfðu farið að
eins og óttaslegin kanína. Ég
ákvað að fara ekki þannig að.
Ef ég gerði það, mundi ég áreið-
anlega byrja að drekka aftur
af eintómum leiðindum, sem var
nálega eina afsökunin, er ég
hafði aldrei gripið til.
Ég hélt áfram að umgangast.
vini mína, hvort sem þeir voru ó-
drukknir eða ekki. Ef mér
leiddust þeir, þegar þeir voru
drukknir, þá var það góður
mælikvarði á, hve leiðinlegur
ég hlaut að hafa verið, þegar
ég var drukkinn. Ég drakk ým-
ist tómatsafa eða gosdrykki, og
þegar ég kom inn í veitingahús,
þar sem áður hafði verið sett
fyrir mig whisky óumbeðið um
leið og ég kom inn, kom þjónn-
inn nú alltaf með gosdrykk. Ef
ég hefði beðið um whisky mundi
þjónninn hafa rekið upp stór
augu, og ég hefði orðið að gefa
skýringu. Vinir mínir, að einum
eða tveim undanteknum, sem eru
ef til vill ekki eins góðir vinir
og ég hélt, samgleðjast mér af
einlægni. Ég veit, að jafnvel þó
að ég bæði um vín í félagsskap