Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 101
LÖGMÁL EFNISINS 1 LJÓSI NÚTlMAÞEKKINGAR
99
64. Eftir þessum jöfnum má
reikna, að 1 kílógram efnis jafn-
gildir 25000 miljónum kílówatt-
stunda, ef það breytist allt í
orku. Þetta er jafnmikil orka
og hægt væri að fá frá öllum
orkustöðvum Bandaríkjanna,
til samans, á tveim mánuðum.
65. Berið þetta geysimikla
orkumagn saman við þá hita-
orku, er fæst með því að brenna
1 kg. af kolum, sem er 8,5 kwst.
66. Þangað til á tímum atóm-
rannsóknanna miklu í síðasta
stríði, hafði ekki tekizt að fá
massa atómanna til að breyt-
ast í orku án þess að þurfa að
eyða miklu meiri orku til að fá
efnabreytinguna til að gerast.
67. Tvö grundvallarlögmál
eðlisfræðinnar eru þessi: 1) Efni
eyðist hvorki né skapast. 2)
Orka eyðist hvorki né skapast,
heldur breytir aðeins um form.
í öllum praktiskum tilfellum
voru þessi lögmál rétt og hvort
öðru óháð þangað til árið 1940.
68. Nú er vitað, að þessi lög-
mál eru tvær hliðar sama lög-
máls. I sumum tilfellum breyt-
ist efni í orku og öfugt.
69. Slíkar breytingar gerast
þegar atómkjarnar klofna.
Kjarnarnir klofna í smærri brot
og óhemju magn af orku losnar.
70. Það verður nú skiljan-
legt, hvers vegna menn hafa
aldrei orðið varir við að massi
breyttist í orku við venjulegan
bruna. Þótt það eigi sér stað,
hlýtur það að vera í ákaflega
smáum mæli.
71. Nú er álitið, að hitaorka
sem myndast við bruna, sé ein-
mitt tengd massa. En hér er
um svo lítið magn að ræða, að
það verður ekki mælt á nákvæm-
ustu vogir.
72. Breyting efnis í orku er
fyrirbæri allt annars eðlis en
venjuleg kemisk efnabreyting,
þar sem efni breytir um form,
en massi þess helzt óbreyttur.
73. Strangt tekið, gilda ekki
lengur lögmálin um óbreytanleik
massans og orkunnar, hvort fyr-
ir sig. Breyting efnis í orku þýð-
ir, að efni eyðist og orka
skapast.
74. Hið gagnstæða, eyðing
orku og sköpun efnis, á sér að
líkindum stað á sumum stjörn-
um í himingeimnum.
75. Lögmálin um óbreytan-
leik massans og orkunnar eru
að vísu ekki algild lengur, en í
stað þeirra kemur nýtt lögmál,
sem sameinar þau í eitt: Sam-
anlagt magn massa og orku í
heiminum er óbreytanlegt.