Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 126
124
TÍRVAL
Og ég svara:
„Sólmyrkvar myndast þegar
tunglið í sólbrautarfletinum er
í línu þeirri, sem tengir miðdepil
sólar við jörðina.“
„Hvað þýðir sólbraut?“
Ég útskýri það. Masjenka
hlustar með eftirtekt og spyr
síðan:
„Getur maður séð í gegnum
svarta glerið línuna, sem bindur
jörðina við sólina?“
Ég svara henni og segi að
þetta sé einungis hugsuð
lína.
„Fyrst hún er bara hugs-
uð,“ segir Masjenka undrandi,
„hvernig getur tunglið þá verið
á henni?“
Ég svara engu. Ég finn að
þessi einfeldningslega spurn-
ing verkar á lifrina í mér, sem
er tekin að bólgna.
„Ekkert nema vitleysa," segir
mamma Warjenku. „Enginn
getur vitað hvað verður, og
hvernig getið þér, sem aldrei
hafið verið í himninum, yfir-
leitt vitað nokkurn skapaðan
hlut um það, hvað skeður með
sólina og tunglið? Allt tómur
heilaspuni!“
Einmitt í þessu tekur sól-
kringlan að myrkvast. Alls-
herjar uppistand. Kýrnar, kind-
urnar og hestarnir taka á rás
í allar áttir. Hundarnir span-
góla. Veggjalýsnar virðast
vera þeirrar skoðunar, að aftur
sé komin nótt, og taka til að
bíta þær sem ennþá sofa. Garð-
yrkjumaður nokkur, sem var á
leið heim með hlass af gúrkum,
skelfdist svo, að hann stökk
niður af vagninum og skreið
undir brú, en hesturinn dró
vagninn inn í húsagarð annars
bónda, og átu svín hans
allar gúrkurnar upp til agna.
Embættismaður í tollþjónust-
unni, sem hafði ekki sofið
heima hjá sér, heldur hjá ná-
grannakonu sinni, hljóp út á
nærfötunum inn í mannþröng-
ina og hrópaði æðislegri röddu:
Bjargi sér hver sem má:“
Fjöldinn allur af kvenfólki,
sem var í sumarfríi, jafnvel
ungar og laglegar stúlkur,
hlupu, ærðar af hávaðanum, á
sokkaleistunum eða berfættar
út á götu. Ýmislegt fleira kom
fyrir, og treysti ég mér ekki til
að telja það allt saman upp.
„Ó, þetta er voðalegt!“ kveina
hinar litklæddu, ungu meyjar.
„Ó, voðalegt!“
„Frökenar, gleymið ekki því
sem gera skal!“ hrópa ég til
þeirra. „Tíminn er dýrmætur!'“