Úrval - 01.02.1949, Page 46
Ýmsar vísindalegar nýjungar
og niðurstöður —
í stuttu máli.
IJr „Science News Letter“, „The Listener“
og „New Statesman and Nation“.
Ný sönnun á sýkilburði flugna.
Vísindaleg rannsóknaraðferð
hefur nú opinberað sekt sak-
bornings, sem árum saman hef-
ur legið undir grun, en ekki feng-
izt sönnun gegn fyrr. Sakborn-
ingurinn er húsflugan. Sekt
hennar er sú, að hún ber manna
á milli sýkilinn, sem veldur ár-
lega magaveikisfaröldrum (di-
arrhea) í ungbörnum, börnum
og jafnvel fullorðnum, og er tíð-
um banvænn ungbörnum.
Þeir sem Ijóstruðu upp sekt-
inni, voru tveir starfsmenn hjá
heilbrigðisstofnun Bandaríkj-
anna, dr. James Watt og Dale
R. Lindsay. f tvö ár höfðu þeir
leitað að sönnunum. Aðalhjálp-
artæki þeirra voru ýmis skor-
dýraeitur, svo sem DDT. Vett-
vang fyrir rannsóknir sínar
völdu þeir Hidalgo-hérað í Tex-
as. Hérað þetta varð fyrir val-
inu, af því að magaveikisfar-
aldrar eru þar mjög tíðir, og
einnig mikið um flugur.
Borgunum í héraðinu var
skipt í tvo hópa til samanburð-
ar. I borgunum í öðrum hópn-
um var framkvæmd víðtækDDT-
úðun á sex vikna fresti og taln-
ing á flugum gerð með stuttu
millibili. Ef vart varð við veru-
lega aukningu flugnanna, var
úðunin gerð með styttra milli-
bili, stundum jafnvel tvisvar í
viku.
Borgirnar í hinum hópnum
voru látnar eiga sig. Börnin í
báðum borgarhópunum voru
rannsökuð og nákvæm talning
gerð á magaveikistilfellum og
dauðsföllum af völdum þeirra.
Þegar frá leið, varð greini-
legt, að sýkingar í þörmum af
völdum hinnar svonefndu Shig-
ella-bakteríu fór fækkandi í
borgunum, sem úðaðar voru með
DDT.
Þá var DDT-úðuninni víxlað:
þær borgir, sem ekki höfðu ver-
ið úðaðar, voru nú úðaðar, en
hinar ekki, og magnaðist flugna-
plágan þá fljótlega í þeim. f
kjölfar flugnaplágunnar komu