Úrval - 01.02.1949, Page 121
ÚR MINNISBLÖÐUM HINS BRÁÐLYNDA
119
tekið sér fyrir hendur og jafn-
vel einsett sér að helga sig
ritstörfum í sumar, alveg eins
og ég. Og eins og ég geng-
ur hann hvern morgun að
hinu virðingarverða viðfangs-
efni sínu. Hann er að skrifa
„Endurminningar stríðsmanns".
En hann hefur ekki fyrr skrif-
að niður orðin: „Ég er fæddur
í . . .“, en einhver Warjenka
eða Masjenka birtist fyrir neðan
svalir hans og tekur hinn
særða Herrans stríðsmann í
sína umsjá.
Allt er þetta fólk að hreinsa
einhver déskotans ber, sem á
að sjóða niður. Ég hneigi mig
og ætla að snúa heim á leið,
en þá þrífa hinar litklæddu
meyjar hatt minn, og krefjast
að ég verði kyrr. Ég sezt því
niður. Mér er fenginn diskur
með áðurnefndum berjum, á-
samt hárnál. Tek síðan til að
hreinsa.
Hinar marglitu, ungu meyjar
tala auðvitað um karlmenn.
Þessi sé þolanlegur, þessi lag-
legur, en óviðfeldinn, þriðji
Ijótur en geðugur, sá fjórði sé
ekki sem verstur, ef nefið á
honum væri ekki rétt eins og
fingurbjörg, o. s. frv.
„Þér aftur á móti, monsér
Nicolas," segir mamma Warj-
enku við mig: „Þér eruð ljótur,
en geðugur. . . . Það er eitt-
hvað við andlitið á yður . . .
annars," segir hún andvarpandi,
„en fegurðin er ekki aðalatrið-
ið hjá karlmönnunum, heldur
greindin . . . .“
Hinar ungu meyjar andvarpa
og líta niður . . . Þeim er
einnig ljóst að hjá karlmönnum
er fegurðin ekki aðalatriðið,
heldur greindin. Ég gýt augum
til spegilsins, til að ganga betur
úr skugga um það, hversu geð-
ugur ég sé. Ég sé rytjulegt
hár, rytjulegt skegg, hökutopp
og loðnar augabrúnir, hár í
vöngum, hár undir augum —
heilan frumskóg — og út úr
honum skagar mitt ágæta nef
eins og brunaliðsturn. Geðugur
— óþarfi að eyða fleiri orðum
að því!
„Þér, Nicolas, getið raunar
einnig unnið sigur með hinum
sálrænu eiginleikum yðar,“ and-
varpar mamma Nadjenku, eins
og hún væri að fylgja eftir
leyndri hugsun.
Aftur á móti virðist Nadj-
enku taka sárt til mín ennþá,
en vissan um það, að gengt
henni sitji maður, sem sé ást-
fangin af henni, virðist þó ber-