Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 111
FRÆÐSLA 1 FEIMNISMÁLUM
109
í akurmoldinni hljóta að hafa
verið skýr og greinileg. Ef ég
■ hefði staðið kyrr og jafnað mig,
hefði ég aðeins þurft að líta nið-
ur og fylgja sporum mínum til
baka til götunnar og halda síð-
an mína leið.
Nú spyr ég ykkur, hvort það
hefði ekki verið meiri vemd
fyrir mig, ef mér hefði verið
sagt að gera það — ef það hef-
ur verið vernd, sem frænka
mín ætlaði að veita mér —
heldur en að gera mig svo
hrædda við villuna, að ég
varð viti mínu fjær, þegar ég
hélt að ég væri orðin villt?
Og auk þess var þessi akur-
skiki ekki eins stór og hún
vildi vera láta. Og hún vissi,
að hann var það ekki. Hann var
ekki stærri en stórt tún. Ég
var lagleg stúlka, sextán ára
gömul, og eins há og ég er
nú.
Ef mér hefði ekki tekizt
að finna götuna, hefði ég að-
eins þurft að ganga fram með
einni kornaxaröð— beint afaug-
um — og ég hefði verið komin
út af akrinum eftir tíu mínút-
ur. I hæsta lagi eftir stund-
arfjórðung. Ef til vill hefði ég
ekki komið þar út af akrinum,
sem ég ætlaði mér. En að
minnsta kosti heil á húfi og til
siðaðra manna."
Hún þagnaði, eins og hún
hefði lokið máli sínu. En þegar
hún sá spurningarsvipinn á
andlitum okkar, hélt hún á-
fram: „Já, hvers vegna er
stúlkum ekki kennt — og
drengjum líka, fyrir guðs muni
gleymið því ekki, að þeir þarfn-
ast þess engu síður en stúlk-
urnar — eitthvað í þessum dúr
um samband karls og konu ?
Ef þið komið þeirri hugmynd
inn hjá þeim — alveg sama,
hvort þið segið þeim frá stað-
reyndum eða ekki — að þetta
sé svo hræðilegt, að ef þau
stígi eitt skref út í það, þá komi
eitthvað svo óttalegt fyrir þau,
að þið blygðist ykkar fyrir að
segja þeim frá því — ja, þá
missa þau stjórn á sér og æða
um eins og fávitar í fyrsta skipti
sem þeim verður á að stíga eitt
skref út af brautinni.
Því að þau fara að reyna
brautirnar, verið vissar. Þið
getið ekki komið í veg fyrir það.
Og það er líka gott. Hvernig
gætu þau með öðru móti kom-
izt að raun um, hvernig þær
eru ? Þegar piltur og stúlka
fara að vera saman, þá eru þau
á braut yfir eitt hornið á þroska-