Úrval - 01.02.1949, Page 65
Stærsti og undarlegasti dýragarður í
heimi, þar sem dýrin leika lausum
iiala, en mennirnir ekki.
Edengarður í Suður-Afríku
Grein úr ,,Maclean’s“,
eftir Frederic Sondern, Jr.
T/' RUGER þjóðgarðurinn í
norðaustur horni sam-
bandsríkis Suður-Afríku er
stærsti dýragarður í heimi.
Hann er 20 þúsund ferkílómetr-
ar — um fimmti hluti íslands
— og þar getur að líta fíla,
ljón, vísunda, antilópur, gíraffa,
flóðhesta og ótal önnur dýr,
jafnfrjáls og þau voru fyrir
hundruðum ára.
En þó að dýrin leiki þarna
lausum hala, eru mennirnir
fangar. Gestirnir verða að vera
kyrrir í bílum sínum, þegar
þeir aka um þjóðgarðinn, og
þeir verða að vera komnir heim
í einhverja hinna 15 búða, sem
girtar eru járngirðingum, áður
en hálftími er liðinn frá sól-
setri.
Þrátt fyrir hinar ströngu
reglur, er þetta óvenjulega hæli
villidýra líkast ævintýraheimi.
Vegirnir um garðinn, sem eru
2000 km, liggja um helztu slóð-
ir dýranna, búðirnar eru stað-
settar á þeim stöðum þar sem
dýramergðin er mest. Af þeim
sökum geta gestirnir kynnzt
allnáið dýralífinu, þó að garð-
urinn sé svona stór.
Einn morgun skömmu eftir
sólaruppkomu — en þá er beztí
,,veiðitíminn“ — vorum við á
hægri ferð í bílnum okkar,
þegar fylgdarmaðurinn, sem var
gæddur hinu óbifanlega jafn-
aðargeði Englendingsins, benti
okkur á risastór fótspor í rauðu
göturykinu. „Fílaspor,“ sagði
hann. Rétt hjá voru tvö nýupp-
rifin tré (fílar rífa oft upp tré
með rótum, að því er virðist í
tómum galsa). Þegar við kom-
um fyrir næstu beygju á vegin-