Úrval - 01.02.1949, Side 132
Japönskum vísindamönnum hefur tekizt
að láta t'ullorðna menn byrja
að vaxa að nýju.
Fullorðið fólk stœkkar.
Grein úr „Magazine Digest“,
eftir B. Waka, prófessor við Kyushu-háskólann í Japan.
tilraunum okkar á 60 ein-
staklingum má ráða, að með
því að nota efni úr heiladinglin-
um, sem er lokaður kirtill neðst
i höfðinu, er hægt að láta smá-
vaxið fólk stækka.
Þessir einstaklingar voru allir
hættir að stækka, þegar tilraun-
irnar hófust, en skyndilega tóku
þeir að vaxa aftur, og var meðal-
vöxturinn einn til tveir sm á mán-
uði. Einn maður óx sjö sm á fjór-
um mánuðum.
Við hófum þessar tilraunir sam-
kvæmt beiðni dr. Tsushima, for-
stjóra Kitagata fangelsisins í Ko-
kura. Hann hafði ásamt aðstoð-
armanni sinum, dr. Muraoka, tek-
ið eftir því, að heiladingullinn í
mörgum föngunum var vanþrosk-
aður, og hann bað okkur að rann-
saka þá.
Við athugun komumst við að
raim um, að kynfæri 24 fanga
(10% allra fanganna) voru van-
þroskuð. Þetta stafaði af ónógri
starfsemi heiladingulsins. Við
reyndum margar aðferðir til að
lagfæra þetta: röntgengeisla, hor-
móna o. fl. Loks reyndum við efni,
sem unnið var úr heiladinglum úr
kúm. Sú aðferð virtist bera nokk-
urn árangur.
Þá gengum við á lagið. Við
tókum hluta af heiladingli úr kú
(framhlutann) og græddum hann
við sjúklingana, í lendarvöðva.
Áhrifin komu fljótt í ljós. Fyrst
tókum við eftir því, að hárvöxt-
urinn undir höndunum óx, tiðir
urðu reglulegar hjá konum, og
brjóstin stækkuðu. Hjá nálega
öllum föngunum vaknaði blund-
andi kynhvöt að nýju.
En það, sem einkum vakti undr-
un okkar var, að sjúklingarnir
tóku að vaxa — allir nema tveir.
Hækkunin var að meðaltali 0.66
sm á mánuði, og jafnframt þyngd-
ust sjúklingamir um eitt pund
að meðaltali á mánuði.
Þegar þess er gætt, að allir
sjúklingarnir voru komnir á þann
aldur, að þeir voru hættir að vaxa
— aðeins einn var innan við 15
Framhald á 3. kápusíðu.
STEINDÓRSPRENT H.F.