Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 92
90
tÍRVAL
þannig að blóð þeirra gæti drep-
ið skordýrin. Tilraunir, sem
gerðar hafa verið, sýna að að-
ferðin dugir við sumar tegund-
ir lúsa, m. a. mannalúsina.
En það sem vísindamennirnir
á Beltsville hafa mestan áhuga
á er ónæmi fyrir sjúkdómum,
bæði hjá dýrum og plöntum. Og
á því sviði hefur mikið áunnizt.
Sem dæmi skulum við taka til-
raunirnar til að rækta tómat-
plöntu, sem væri ónæm fyrir
sjúkdómum. Það eru ekki nema
tíu til fimmtán ár síðan tóm-
atar náðu almennum vinsældum
sem fæðutegund í Bandaríkjun-
um. En ræktunin óx ört og árs-
framleiðslan varð fljótlega nærri
200 milljón dollara virki. Vís-
indamennirnir á Beltsville vissu,
að sjúkdómarnir, sem ásóttu
tómatplönturnar breiddust ört
út og fór fjölgandi.
Fyrsta skrefið í baráttunni
var að flytja inn frá Perú jurt,
sem ekki bar neinn svip af rækt-
aðri tómatplöntu, en var eigi að
síður ein af „frummæðrum“
hennar. Litlu, óásjálegu ávext-
irnir, sem hún bar, voru óæt-
ir, en þegar hún var gróður-
sett í reit, sem var mengaður
sýklum, stóð hún græn og keik,
þó að allar hinar ræktuðu tó-
mattegundir, sem umhverfis
hana voru, visnuðu og dæju.
Þetta var einmitt það, sem vís-
indamennirnir höfðu viljað
ganga úr skugga um. Nú hóf-
ust flóknar og seinlegar tilraun-
ir til að víxlfrjóvga þessa litlu
Perú-jurt og aðrar stærri, safa-
meiri og grózkumeiri innlendar
tegundir. Eftir 30 þúsund víxl-
frjóvgunartilraunir fengu þeir
loksins fallegan tómat, sem óx
á hárri, þróttmikilli jurt. Hin
nýja tegund hlaut nafnið Pan-
America. Það mátti heldur ekki
seinna vera. Um allt land geis-
uðu margskonar sjúkdómar í
tómatplöntunum, en nýja jurt-
in var ónæm fyrir þeim öll-
um.
Þau afrek, sem unnin hafa
verið og greint er frá hér að
framan, og þær vonir, sem við
þau eru tengdar, eru smávægi-
legar í samanburði við það, sem
vænta má af þeim tilraunum,
sem nú standa yfir. Með notk-
un geislamagnaðra efna frá
kjarnorkustöðinni í Oak Ridge
í Tennessee eru vísindamennirn-
ir á Beltsville að reyna að kom-
ast til botns í hinum mikla
leyndardómi náttúrunnar: fótó-
syntesunni, en það er sú efna-
breyting, sem á sér stað, þegar