Úrval - 01.02.1949, Síða 19
BYLTING 1 PRENTLISTINNI
17
verða við kröfunum, og þá sam-
þykktu prentarar með 2330 at-
kvæðum gegn 61 að gera verk-
fall. Sama dag lögðu 1700 vél-
og handsetjarar niður vinnu, og
útgefendur bóka og blaða í Chi-
cago höfðu enga til að setja
bækur sínar og blöð.
Slíkt hafði aldrei skeð áður,
og formaður prentarafélagsins,
Randolph, gerði sig ekki sekan
um skrum, þegar hann sagði:
„Við skulum sýna blaðaútgef-
endum Chicago, að ef þeir vilja
koma út blöðum sínum, þá verða
þeir að greiða okkur hærri laun.“
Hann sagði að vísu félögum
sínum, að útgefendum rnundi
auðvitað takast „að koma út ör-
fáum blöðum“. Spurningin var:
hve mörg yrðu þau, og hve lengi
gætu þau komið út? Flestir
trúðu því, að þau yrðu sárafá
og skammlíf.
Upp frá því varð baráttan
eins og leikrit, þar sem vélarn-
ar léku aðalhlutverkin. Ein af
þeim fyrstu, sem kom fram á
sviðið, var vél, sem nefndist
Vari-Type. Það var einskonar
risaritvél með 600 mismunandi
stöfum og táknum, sem skrifa
mátti á öll tungumál, einnig ar-
abisku. En mestu máli skipti,
að hægt var að gera línurnar
jafnlangar.
Vari-Type hafði verið á mark-
aðinum um nokkurt skeið, en
lítill gaumur gefinn. Aðeins einu
sinni hafði prentsmiðja tekið
hana í notkun; það var árið 1946
í prentsmiðju blaðsins Bayonne
Times í New Jersey, þegar setj-
ararnir þar gerðu verkfall. Nú
komu útgefendurnir í Chicago
auga á hana.
Prentun blaða fer almennt
fram á eftirfarandi hátt: Les-
málið er sett á setjaravélar, lín-
urnar ásamt fyrirsögnum og
myndamótum eru settar í form,
sem tekin er af letursteypa, og
mót af henni síðan tekið á sí-
valning. Sívalningurinn er svo
settur í hverfipressuna (rota-
tion-prentvélina), og þegar
pressan fer í gang, snertir
sívalningurinn annan sívalning,
sem ber prentsvertu á ietur-
mótið, og síðan er pappírinn
látinn renna yfir sívalninginn
með leturmótinu og við það
prentast á hann. En fyrsta
blaðið, sem kom út í Chicago
eftir að verkfallið hófst, var
prentað á allt annan hátt.
Greinarnar voru skrifaðar á
Vari-Type ritvél með venjulegri
dálksbreidd. Síðan voru dálk-