Úrval - 01.02.1949, Síða 4
2
ÚRVAL
um; sérfræðingar, sem eru í
þjónustu hins almáttuga ríkis,
ráða gæðum og f jölda einstakl-
inganna. Vísindaleg stéttaskipt-
ing ríkir, sem nær frá alfa plús
forustumönnunum efst í mann-
félagsstiganum til ypsilon hálf-
vitanna neðst í stiganum. En
jafnvel vinna hálfvitanna er létt
og tómstundaskemmtanir þeirra
margvíslegar. Þessi nýi heimur
er draumur efnishyggjumanns-
ins um jarðneska paradís. En
fyrir mikinn meirihluta fólksins
er þessi jarðneska paradís feng-
in á kostnað persónufrelsis og
ábyrgðartilfinningar, vitsmuna-
þroska og andlegs innsæis.
I bók minni er þúsundáraríkið
sett 600 ár fram í tímann. Nú
virðist ýmislegtbendatil, ef okk-
ur tekst að forðast tortímingu
algerrar styrjaldar, algera eyð-
ingu og algert andlegt skipbrot,
að hinn nýi heimur muni í ein-
hverri mynd verða að veruleika
á talsvert skemmri tíma en ég
spáði upphaflega. Á undanförn-
um 16 árum hafa ekki aðeins
orðið tæknilegar framfarir,
heldur hefur ríkisvaldið innan
vébanda hinna einstöku þjóða
eflzt geysilega, og vaxandi til-
hneigingar gætir hjá valdhöf-
unum til að nota hina nýju tækni
,,til hagsbóta" fyrir þegnana.
Það sem okkur finnst enn fjar-
stæðukennd ímyndun, getur orð-
ið að veruleika fyrir afkomend-
ur okkar í ekki mjög fjarlægri
framtíð.
Framfarir — orðið táknar
staðreynd og jafnframt goð-
sögn.
Vegna þess að samansöfnuð
þekking mannkynsins hefur með
hjálp hins talaða og ritaða orðs
borizt frá kynslóð til kynslóðar,
hefur nútímamaðurinn meira
vald yfir umhverfi sínu en for-
feður hans fyrir árþúsundum.
I þessum skilningi eru framfar-
irnar staðreynd.
Goðsögnin er aðeins í f jarlæg-
um tengslum við þessa stað-
reynd. 1 grófustu (og þá um
leið áhrifaríkustu) mynd sinni
má skiígreina goðsögnina eitt-
hvað á þessa leið: „Vélar og
vélræn skipulagning eru stöð-
ugt að verða afkasta- og áhrifa-
meiri. Með hverri framför í
tækni, fær mannkynið í heild
ekki aðeins aukið vald yfir um-
hverfi sínu; samfara því er einn-
ig meiri heilbrigði, gáfur, dyggð-
ir, og umfram allt meiri ham-
ingja fyrir hvern einstakling, —
fyrir þig og mig, fyrir börn
okkar og barnabörn. Þessi vel-