Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 91
KRAFTAVERKIN Á BELTSVILLEBÚGARÐINUM
89
fjórar gátu þá. En aukning
eggjaframleiðslunnar er aðeins
ein hlið málsins. Vísindamönn-
unum á Beltsville hefur tekizt
að framleiða hænsnakyn, er
verpir eggjum, sem eru sérlega
góð til að steikja, því að hvít-
an loðir vel við rauðuna og flýt-
ur ekki út. Þeir geta líka breytt
litnum á rauðunni með því að
breyta fóðrinu, og eitt kyn hafa
þeir ræktað, sem verpir eggj-
um með þykku skurni og þola
því betur flutning.
Eitt mesta vandamálið í sam-
bandi við hænsnarækt hefur
einnig tekizt að leysa á Beltis-
ville, en það er að greina kyn
unganna. Hænuungarnir eru
miklu verðmætari en hanaung-
arnir en yfirleitt er ekki hægt
að greina þá í sundur fyrr en
þeir eru næstum fullvaxnir. Á
Beltsville hefur tekizt að rækta
kyn, sem er þannig, að hanarn-
ir hafa svarta rönd á bakinu.
Fjósið á Beltsville er friðsam-
ari staður en hænsnahúsið, en
ekki ómerkilegra. Áratugum
saman hafa nautgriparæktend-
ur lagt áherzlu á að fá hrein
nautakyn, svo sem Jersey-
Guernsey- og Holsteinkýr. En
fyrir tíu árum tóku vísinda-
mennirnir á Beltsville málið til
nýrrar yfirvegunar. Kynblend-
ingstegundir af öðrum dýrum
og jurturn höfðu að öllum jafn-
aði reynzt lífseigari og arðmeiri
en hreinir kynstofnar. Hví
skyldi ekki sama máli gegna um
kýr? Þeir hófu tilraunir. Að
hætti sannra vísindamanna eru
,,kaupamennirnir“ á Beltsville
orðvarir um árangur af tilraun-
um sínum. En nú segja þeir
hiklaust, að hægt muni vera að
tvöfalda mjólkurframleiðsluna í
Bandaríkjunum, ef tekin verði
upp vísindaleg kynblöndun í
stórum stíl og áframhaldandi
blöndun þeirra kynstofna, sem
fram koma.
1 einni rannsóknarstofunni á
Beltsville fæðast hundruð þús-
unda skordýra af ýmsu tagi á
viku hverri, og eini tilgangurinn
með þessari skordýraræktun er
sá, að komast að raun um
hvernig öruggast og fljótvirk-
ast sé að drepa þau. Skordýra-
eitrið DDT og ýms önnur skor-
dýraeitur hafa hlotið nákvæma
prófun þar og endurbætur gerð-
ar á þeim. Sú staðreynd, að sum
skordýraeitur eru óskaðleg
mönnum og æðri dýrum, vakti
þá spurningu hjá vísinda-
mönnunum, hvort ekki mætti
blanda því í mat manna og dýra