Úrval - 01.02.1949, Síða 71
Ný stefna innan læknisfræðinnar:
Psykosómatísk læknisfræði.
Grein úr „Verden IDAG“,
eftir jMilton L. Zisowitz,
með formálsorðum eftir Karl Evang, landlækni Noregs.
'C'F maður, sem þjáist af melt-
JLj ingartruflun, kemur til lækn-
is, mun læknirinn, ef hann fylg-
ir hefðbundinni venju, fyrst
og frems leitast við að ganga
úr skugga um, hvort um sé að
ræða ,,líkamlegan“ (organisk-
an) sjúkdóm. Með því er átt
við sjúklega breytingu í sjálf-
um líffærunum, t. d. bólgu,
magasár, of litla eða of mikla
myndun meltingarvökva o. s.
frv. Sæmilega upplýstum sjúkl-
ingi er þetta Ijóst, og hann og
læknirinn eru því oftast ánægð-
ir, ef rannsóknin leiðir í ljós,
að ekki er um líkamlegan sjúk-
dóm að ræða, heldur ,,aðeins“
starfrænan sjúkdóm (truflun á
starfsemi líffæra). Sjúklingur-
inn er kannski dálítið vandræða-
legur yfir því, að hann skyldi
hafa farið til læknis, án þess
um nokkurn eiginlegan sjúkdóm
væri að ræða, aðeins eitthvað
í sambandi við taugarnar. Ef
svona sjúklingur er lagður á
lyflæknisdeild sjúkrahúss, er
hann samkvæmt hefðbundinni
venju rannsakaður nákvæmlega,
með röntgenskoðun, kemísk-
um prófunum o. s. frv., og ef
ekki finnst neinn líkamlegur
sjúkdómur, er hann sendur heim
með þeim huggunarorðum, að
þetta sé ekkert alvarlegt, og að
hann þarfnist ekki neinnar
læknisumönnunar.
Þetta væri gott og blessað,
ef reynslan væri ekki oftast sú,
að sjúklingnum batnar ekki, en
heldur stundum áfram að
versna og fer jafnvel þegar frá
líður, að sýna merki um líkam-
legan sjúkdóm.
Hin svonefnda psykosóma-
tíska stefna innan læknisfræð-
innar hefur haslað sér völl hér,
leitazt við að gefa skýringar, og
benda á leiðir til úrbóta. Orðið
psykosómatískur er myndað úr
grísku orðunum psyke, sem þýð-
ir sál, og soma, sem þýðir lík-
ami. Þessi stefna innan læknis-