Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 35
ENGILL VITJAR ODDSOCKS
33
málstími er verzlunarráðstefna.
Það sem ég get ekki lokið við
á skrifstofunni verð ég að taka
heim með mér, og á uppgangs-
tímurn eins og núna safnast
verkefnin fyrir og ég sé aldrei
fyrir endann á þeim. Þar við
bxtist, að konan mín vill oftast
fara út á kvöldin, og ef ég fer
ekki með henni, vekur það um-
tal, og viðskiptavinirnir missa
traust á fyrirtækinu. Þetta er
ægileg áreynsla! Hér stend ég
— fimmtugur og sem sagt út-
brunninn!"
,,Þú eyðir þá mestum hluta
af lífi þínu í störf, sem þú hef-
ur enga ánægju af?“
,,Það má segja. Ég skal viður-
kenna, að ég hef gaman að gera
stóran sölusamning, og vinna
mál. En erfiðið er ánægjunni
meira — skattahækkun, launa-
hækkun, verðhækkun, kommún-
istauppsteitur —“
,,Við skulum vera hreinskiln-
ir, Oddsock," greip engillinn
fram í. ,,Sál þín er á vafalist-
anum. Ég er kominn til að vita,
hvort ekki sé hægt að gera eitt-
hvað við því. Stundum kemur
það í ljós, að maður, sem við-
urkennir ekki að hann elski guð,
ber í brjósti einlægan kærleika
til meðbræðra sinna. En því er
ekki þannig varið, með þig, Odd-
sock. Trú þín bannar slíkt.“
„Trú mín?“
,,Sá guð, sem þú tilbiður, er tál-
guð. í gamla daga var hann kall-
aður Mammon. Trúarjátning þín
er á þessa leið: ,,Ég skal fórna
mér öllum — líkama og sál —
á þessu altari efnalegs öryggis;
helga því allt líf mitt; leggja
á mig þungar fórnir árum sam-
an; þola hverskonar tauga-
áreynslu; safna fé; stofna til
f járfestingar á ný; veita ágóð-
anum aftur inn í reksturinn. Og
í staðinn mun ég, þegar þörfin
krefur, hljóta öryggi.“
Það er aðeins einn galli á þess-
ari trú, Oddsock. Mammon er
duttlungafullur guð. Og þegar
hann bregzt þér, er mikil alvara
á ferðum, því að þá hefur þú
þegar fórnað sál þinni og eftir
er ekki annað en skelin.
Þér finnst þú enn njóta hylli
Mammons, Oddsock. Trú þín er
enn skuggalaus — barnaleg og
lifandi, ef svo mætti segja. En
jafnvel þú viðurkennir ófullkom-
leik átrúnaðargoðs þíns. Jafnvel
í blindri trú þinni skynjarðu, að
eitthvað getur brugðizt. Og þú
ert hræddur. Þú ert hræddur
um, að þessi sál — þetta líf þitt
— glatist þrátt fyrir allt það