Úrval - 01.02.1949, Qupperneq 14
12
ÚRVAL
fyrir innilokunarhrætt fólk og
að ferðast. Flugvélar, járnbraut-
arvagnar, strætisvagnar og bíi-
ar, allt eru þetta lokaðir klef-
ar, sem slíkt fólk á erfitt með
að vera í. Maður í New York,
sem fer daglega til og frá vinnu
í neðanjarðarlestinni, verður að
fara úr við fimmta eða sjötta
hvern áningarstað. Hann get-
ur ekið bíinum sínum án nokk-
urra erfiðleika, en þegar aðrir
hafa stjórnina, þolir hann ekki
lengur við en fimm eða tíu mín-
útur í einu.
Hvað veldur þessari hræðslu
fólks við innilokun? Algengasta
skýringin er sú, að hún eigi upp-
tök sín í einhverri reynslu, sem
valdið hafi ofsahræðslu, venju-
lega í bernsku. Þó, að atvikið
gleymist, er hræðslan að verki
í undirvitundinni, hún er að-
eins „niðurbæid“.
Dr. W. H. Rivers, hinn kunni,
brezki taugalæknir, segir frá
ungum lækni, sem varð ofsa-
hræddur í hvert skipti, er hann
kom í þrengsli. í stríðinu gat
hann ekki sofið í skotgröfum
og neyddist til að sofa á ber-
svæði. Að lokum varð að senda
hann á herspítala. Taugalækn-
arnir komust eftir langa rann-
sókn að rótum meinsins. Þegar
læknirinn var lítill drengur,
hafði hann eitt sinn verið send-
ur með gömul blöð til blaða- og
tuskusala. Hann þurfti að ganga
í gegnum langt og dimmt sund.
Þegar hann ætlaði út úr sund-
inu aftur, uppgötvaði hann, að
hurðinni út að götunni hafði ver-
ið lokað. Hann sneri við, en þeg-
er hann kom að hinum endan-
um, kom á móti honum urrandi
hundur. Ofsahræðslan, sem
þetta olli, hafði nú legið gleymd
og grafin í undirvitund læknis-
ins í nærri 25 ár. En strax og
atvikið hafði verið dregið fram
í dagsljósið, hvarf innilokunar-
hræðslan.
Sumir sálfræðingar leggja á-
herzlu á, að sektarvitund geti
valdið innilokunarhræðslu. At-
vik, sem vekja hræðslu hjá börn-
um, eru oft þannig, að þau vekja
jafnframt blygðun barnsins.
Þess vegna þegir barnið yfir
þeim. Stundum eru atvikin í
sambandi við kynlífið.
„Foreldrarnir eru oft valdir
að innilokunarhræðslu hjá börn-
um sínum,“ segir dr. Donald
Gregg, fyrrverandi formaður
„Féiags til andlegrar heilsu-
verndar" í Massaschusetts í
Bandaríkjunum. „Það versta
sem foreldrar eða kennarar geta