Úrval - 01.02.1949, Page 72
70
ÚRVAL
fræðinnar leggur áherzlu á, að
einstaklingurinn sé órofa heild.
Sál og líkami séu hugtök, sem
notuð séu til að skýra ýmsar
hliðar á einum og sama hlutn-
um, hinum lifandi manni. Til-
finningar eins og t. d. ótti, reiði,
hatur og gleði hafa áhrif á
starfsemi líkamans, ieita jafn-
vel útrásar í henni. Margir
munu hafa lesið lýsingarnar á
íþróttamönnunum á Óiympíu-
leikunum í sumar, sem á und-
an keppni fengu svæsinn niður-
gang, hjartslátt og svimaköst og
sýndu ýms önnur iíkamieg merki
um þann mikia taugaæsing, sem
þeir voru í.
Það veldur miklum erfiðleik-
um, að ýmsar sterkar tilfinn-
ingar og hvatir leita útrásar
eftir duldum leiðum, án þess að
við gerum okkur grein fyrir því.
Hinn psykosómatíska stefna
innan læknisfræðinnar leggur á-
herzlu á atriði, sem að vísu hef-
ur verið lengi vitað: að slík öf 1
í tilfinningalífinu, hvort sem þau
tjá sig á vitaðan eða dulvitað-
an hátt, geti ekki aðeins vald-
ið breytingum á starfsemi líf-
færa, heldur einnig breytingum
á sjálfum líffærunum þegar til
lengdar lætur.
Ef framkvæma á rétta sjúk-
dómsgreiningu, nægir ekki
venjuleg rannsókn með röntgen-
skoðun og kemískum prófunum.
Það verður einnig að rannsaka
lífsviðhorf og -kjör sjúklings-
ins, hvort hann er ánægður eða
óánægður með fjölskyldulíf sitt
og atvinnu, hvernig hann bregzt
við vandamálum lífsins, sérstök-
um erfiðleikum, sem hann kann
að hafa mætt, og einnig hvort
um geti verið að ræða arfgenga
hneigð. Fylgjendur hinna psyko-
sómatísku stefnu hafa vakið
frjóar umræður innan iæknis-
fræðinnar. Þeim hefur fram til
þessa orðið betur ágengt að
sanna réttmæti fullyrðinga
sinna, heldur en að benda á ár-
angursríkar aðferðir til að ráða
bót á hinum starfrænu sjúkdóm-
lim. Karl Evang-.
"1/fARGIR starfandi iæknar
fullyrða, að þriðjungur til
heimingur af öllum sjúklingum,
sem ieita til þeirra daglega, þjá-
ist af sjúkdómum, sem frekar
eigi rætur sínar í tilfinningalíf-
inu en í líffærunum sjálfum. Þeir
sem hlotið hafa æfingu í psyko-
sómatískri læknisfræði álíta, að
talan sé miklu hærri, að minnsta
kosti 80%.