Úrval - 01.02.1949, Page 43
ÓLEYST VERKEFNI
41
að, vísindi, listir og íþróttir. Að
bezta málverkið hefur ekki enn
verið málað, að bezta ljóðið hef-
ur ekki enn verið orkt; stórfeng-
legasta skáldsagan enn óskrif-
uð; dásamlegasta tónlistin ekki
enn samin, jafnvel ekki af Bach.
í vísindum er sennilega 99% af
allri hugsanlegri þekkingu enn
ófundið. Við vitum aðeins fáein
atriði í stjörnufræði. Efnafræði
og eðlisfræði eru lítið annað en
urmull af ósvöruðum spurning-
um. Og í íþróttunum hrindir
unga fólkið árlega gömlu met-
unum okkar.
Þegar drengurinn minn var
lítill, hafði hann tilhneigingu til
að ganga lotinn, og hann hefði
hægilega getað áunnið sér van-
metakennd. Þegar ég tók að
benda honum á, að ég og hitt
stóra fólkið umhverfis hann
værum ekki eins stór og við lit-
um út fyrir að vera, og að í
mistökum manna og kvenna séu
fólgin tækifæri fyrir drengi og
stúlkur til fyllra lífs, fór hann
að rétta úr bakinu.
,,Pétur skal laga það,“ var
hann vanur að segja, en þó án
sjálfbirgingsskapar. Það var
sjálfsagður hlutur, að hann og
kynslóð hans myndu gera bet-
ur. Og svo mun verða um sum
þeirra. Hví skyldi það þá ekki
verða drengurinn minn? Það er
hlutverk mitt sem föður, að
gera syni mínum ljóst, að hans
bíði nægilegt svigrúm.
Kvöld eitt tók ég hann með
mér til að lofa honum að heyra
mig halda ræðu og svara spurn-
ingum áheyrenda á eftir. Á leið-
inni heim hvíslaði hann að mér
spurningu, sem honum hafði
bersýnilega legið á hjarta allt
kvöldið.
,,Pabbi,“ sagði hann, ,,af
hverju er fólkið að hlusta á þig
og spyrja þig? Veit það ekki,
að þú veizt eiginlega ekkert?“
,,Nei,“ svaraði ég. ,,Við erum
þeir einu, sem vitum það, og það
sem meira er, við erum næstum
því einu mennirnir í heiminum,
sem vita að við vitum í raun
og veru ekki neitt. Næstum allir
aðrir eru vissir um, að þeir viti
allt mögulegt — en það er mesti
misskilningur. “
Og ég sagði honum enn einu
sinni frá því, hve fullorðna fólk-
ið er oft lítið fullorðið; að Homo
sapiens* gleymi því oftast, að
hinn svokallaði hugur hans er
senniiega yngsta ,,líffærið“ hér
á jörðinni, og að hann hefur
* Hinn vitiborni maður.
6