Úrval - 01.02.1949, Qupperneq 22
20
orval
stætt því, sem við gerum, þegar
við hlaupum yfir vélsetjarann.“
En áhrifa verkfallsins í Chi-
cago gætir víðar en hjá dagblöð-
unum. Öll prentiðnin mun verða
þeirra vör. Verkföll urðu einnig
víða í sjálfstæðum prentsmiðj-
um, sem prenta bækur og tíma-
rit, og margar þeirra fetuðu í
fótspor blaðanna í Chicago. Á-
huginn á nýjum aðferðum,
tækjum og vélum breiddist óð-
fluga út. Og margar hinna nýju
uppfinninga, sem beðið höfðu
þess fullbúnar að vera reyndar,
voru vissulega nýstárlegar. Til
dæmis höfðu menn fundið að-
ferð til að hlaupa yfir vélsetn-
inguna, sem var miklu róttækari
en Vari-Typevélin. Fundið hafði
verið upp vél, sem kölluð var
,,Fótósetjarinn“. Ilún gerir ekki
aðeins hið bráðna blý í setjara-
vélinni ónauðsynlegt, heldur
einnig pappírinn, sem Vari-Type
vclin skrifar hinar jafnlöngu lín-
ur á. Setjarinn slær á stafnót-
ur vélarinnar og Ijósmyndavél
„tekur“ (myndar) bókstafina á
filmu. Glenningin (meira pláss
fyrir ,,m“ en „i“ o. sl frv.) fer
fram jafnóðum og línan verður
til, og að lokum er öll línan „rétt
af“.
Út úr þessari vél kemur film-
an og fer beint inn í ljósþéttan
kassa, þar sem hún er framköll-
uð eins og venjuleg filma. Síðan
er filman sett á Ijósnæma málm-
plötu, ljósi beint að henni, plat-
an framkölluð — og þá er hún
tilbúin til prentunar. Auðvelt er
að koma við leiðréttingum, því
að einstakar línur í filmunni er
hægt að taka úr og setja aðr-
ar í staðinn.
Stórmerk nýjung má það
teljast, að tekizt hefur að finna
upp algerlega nýja aðferð til að
búa til myndamót. Myndamót-
in, sem prenta myndir í blöð og
tímarit, hafa hingað til alltaf
verið búin til með kemískum að-
ferðum; sýrur eru notaðar við
ætingu platnanna. Nú getur
„rafmagnsaugað" (fótósellan)
leyst verkið af hendi.
Ljósmyndin er sett á sívaln-
ing í vélinni, sem lítur út eins
og lítill rennibekkur. Svo er raf-
magnsstraum hleypt á og vélin
leysir sjálf allt verkið af hendi.
Sívalingurinn snýst hægt. Lítil
ljóskeila, á stærð við baun fellur
á Ijósmyndina, sem snýst á
sívalningnum. Fótósellur verða
fyrir áhrifum hinna ljósu og
dökku depla í myndinni og
breyta þeim áhrifum í rafmagns-