Úrval - 01.02.1949, Síða 105
FRÆÐSLA 1 FEIMNISMÁLUM
103:
Þegar ég kom, náðu öxin manni
aðeins í hné og það var hægt
að horfa yfir þau. En þau uxu
með leifturhraða, og áður en
varði var akurinn orðinn eins
og myrkviður, því að öxin náðu
saman yfir höfði manns.
Ella frænka sagði okkur
stúlkunum, að það væri miklu
viliugjarnara á akrinum en í
skóginum, því að það væri ekk-
ert til að átta sig á, engin kenni-
leiti. Akurinn var allsstaðar eins.
— „Haldið þið ykkur frá hon-
um, börn,“ var hún vön að tönnl-
ast á, „en sérstaklega þi'ö stúlk-
urnar. Hann er ekki staður fyr-
ir heiðarlega stúlku. Þið gætuð
villzt svo langt frá húsinu, að
enginn heyrði til ykkar, þó að
þið hrópuðuð. Það er fullt af
karlmönnum í þessum bæ, sem
myndu ekki óska neins annars
fremur en að —hún sagði
aldrei hvað.
En þrátt fyrir viðvaranir
hennar, höfðum við unglingarn-
ir reiknað út, að ef við færum
yfir eitt horn akursins, myndum
við stytta okkur leið til þorps-
ins, og stundum lögðum við leið
okkar þarna, án þess að láta EIlu
frænku vita. Þegar maísinn var
orðinn fullþroskaður, tróðum við
þarna götuslóða. I sama bili og
komið var inn á akurinn, var
svartamyrkur. Það var eins og
maður væri staddur óralangt í
burtu. Maður varð smeykur. En
eftir örskamma stund beygði
slóðinn og maður kom út úr
myrkviðnum við endann á Aðal-
stræti. Maður var kannske móð-
ur og hafði hjartslátt, en einmitt
þess vegna var það enn eftir-
sóknarverðara.
#
Einn dag missti ég af beygj-
unni. Ef til vill hugsaði ég ekki
nógu mikið um hana. Ef til vill
hafði rignt og slóðinn orðið
ógreinilegur. Ég veit ekki, hver
orsökin var, en allt í einu varð
mér ljóst, að ég var orðin villt.
Og samstundis og mér varð það
Ijóst, fór ég að hlaupa, og ég
hljóp eins hratt og ég gat. Ég
gat ekki ráðið við það fremur
en maður getur varizt að kippa
að sér hendinni, þegar hún hef-
ur komið við heitan ofn. Ég
vissi ekki, við hvað ég var
hrædd. Ég hafði jafnvel ekki
hugmynd um að ég var á harða-
hlaupum, ekki fyrr en ég var
orðin svo móð að ég varð að
nema staðar.
Þegar ég hafði numið staðar,
var sem ég heyrði Ellu frænku
segja: „Það er fullt af karl-