Úrval - 01.02.1949, Page 64
62
ÚRVAL
ar ef til vill möguleika til að
ha,fa hemil — á ellihrörnuninni.
í hagnýtu tilliti gæti það gefið
okkur vísbendingu um, á hvern
hátt verði með beztum árangri
tafið fyrir ellihrörnuninni. Er
hér átt við mataræðið.
Allt frá dögum Hórasar hafa
vitrir menn prédikað hófsemi í
mat og drykk. Nú þegar við
þekkjum að nokkru hin líf-
efnalegu starfsemi, sem stjórn-
ar vexti og þroska líkamans,
ættum við að skilja betur, að
óviturlegt er að íþyngja líkam-
anum með meiri fæðu en hann
hefur þörf fyrir. Ofmikil orku-
fæða á fyrra helmingi æfinnar
kann að valda miklu um ótíma-
bæra skemmd hinna viðkvæmari
líffæra, s. s. liðamóta, nýrna,
hjarta og æða.
Mikilvægari en hitaorka fæð-
unnar eru vítamínin og málm-
söltin — byggingarefni enzym-
anna. Ef skortur er á þeim, geta
enzymin ekki endurnýjað sig og
dragast aftur úr í störfum sín-
um. Ef skorturinn er mikill,
koma ákveðin sjúkdómseinkenni
fljótt í ljós — truflun á tauga-
starfsemi, augnbólga, blæðing í
liðum, og beinkröm.
Ef aðeins er um litla vöntun
að ræða en langvarandi, getur
hún þá haft áhrif í þá átt, að
framkalla ótímabær ellimörk ?
Því miður hafa engar athuganir
í þá átt farið fram, en slíkt virð-
ist engan veginn óhugsandi.
Meðan slíkar athuganir hafa
ekki farið fram, sýnist augljóst,
að fjölbreytt mataræði með
gnægð náttúrlegra vítamína og
málmsalta, sé öruggasta trygg-
ingin fyrir langlífi, sem enn er
á boðstólum.
Það er enn álitamál, að hve
miklu leyti og hve lengi er hægt
að bægja burtu hrörnun og nátt-
úrlegum dauðdaga mannsins.
Flestir orðvarir lífeðlisfræðing-
ar munu álíta, að manninum ætti
að geta enzt heilsa og lífsþrótt-
ur til 100 ára aldurs.
Verdi samdi óperuna Falstaff,
þegar hann stóð á áttræðu, Edi-
son sótti um 1033. einkaleyfi
sitt, þegar hann var 81 árs, Oli-
ver Wendell Holmes sat níræður
í dómarasæti hæstaréttar
Bandaríkjanna, og Titian mál-
aði myndina Kristur krýndur
þyrnum 95 ára. Þessi fáu dæmi
af mörgum sýna, að árin ein
megna ekki að sljóvga hinn
æðsta mátt mannlegs líkama.
Það sem náttúran getur gert
fyrir suma, geta vísindin lært
að gera fyrir alla.