Úrval - 01.02.1949, Síða 124
122
XÍRVAL
kannske mér takist þá að létta
þjáningunum af þessari hrjáðu
sál með því að fórna hamingju
minni!“
Ég skil ekki upp eða niður.
Þetta er einhver tegund af
svarta galdri. Við göngum
áfram og tínum sveppi. Við
þegjum allan tímann. Svipur-
inn á andliti Nadjenku ber vott
um einhverja innri baráttu.
Við heyrum hundgá: hún minnir
mig á ritgerðina mína, og ég
styn þungan. Inn á milli
trjánna grilli ég í særða liðs-
foringjann. Með þrautum haltr-
ar þessi drottins volaði, bæði
hægra megin og vinstra megin:
hægra megin er hann særður á
fætinum, en vinstra megin
hangir ein af hinum litklæddu,
ungu meyjum. Andlit hans ber
vott um að hann ber hlutskipti
sitt með þolgæði og auð-
mýkt.
Við höldum heimleiðis til
þorpsins aftur til þess að drekka
te, síðan leikum við krokett
og hlustum á eina hinna lit-
klæddu meyja syngja Ijóðkorn:
„Nei, þú elskar mig ekki.
Nei! Nei! . . .“ Við orðið „nei“
geiflaðist munnurinn á henni
næstum því út að eyrum.
,,Yndislegt!“ stynja allar
hinar dömurnar í kór. „Dásam-
legt!“
Kvöldið færist yfir. Upp
undan runnunum skreiðist við-
bjóðslegt tungl. Loftið er mollu-
legt og fullt af óþef af nýslegnu
grasi. Ég teki hattinn minn og
ætla að fara.
„Ég verð að segja yður dá-
lítið,“ hvíslaði Masjenka eins og
mikið búi undir. „Farið þér
ekki strax.“
Þetta vekur strax illan grun
hjá mér, en fyrir kurteisisakii-
hætti ég við að fara. Masjenka
tekur mig undir arminn og
dregur mig inn í trjágöng. Öll
persóna hennar og framkoma
lýsir nú einhverri baráttu. Hún
er náföl og dregur andann með
erfiðismunum og ég finn ekki
betur en hún ætli sér að rífa
af mér hægri handlegginn. Hvað
er nú að henni?
„Heyrið þér . . .“ hvíslar
hún. „Nei, ég get það ekki . . .
Nei . . .“
Hún ætlar sér að segja eitt-
hvað, en hún er hikandi. En
þá sé ég allt í einu á andliti
hennar, að hún hefur tekið á-
kvörðun. Með leiftrandi augum
og þrútnu nefi grípur hún
um handlegg minn og ber
ótt á: