Úrval - 01.02.1949, Síða 81
OFDRYKKJA OG LÆKNING HENNAR
79
þeirra eða heima hjá þeim,
mundi ég ekki fá það, og ég er
stoltur af því. Það er mér mikils
virði að vita, að vinum mínum
finnst ég ekki leiðinlegur ó-
drukkinn: þvert á móti, ég var
leiðinlegur drukkinn, þó að ég
vissi það ekki.
Ég hef nú uppgötvað, að það
er ýmislegt, sem verra er að vera
án en áfengi, og frelsunin úr
klóm þess veitir marga óvænta
gleði. Ég veit, að þótt ég hljóti
aldrei fulla lækningu, er miklu
auðveldara að þoia sjúkdóminn,
en ég hafði gert mér í hugar-
lund. I fyrsta skipti í mörg ár
finn ég til vellíðunar. Ég sæki
ánægju í margskonar athafnir,
andlegar og líkamlegar, sem um
langt skeið hafa verið lokuð bók
fyrir mig. Heimilislíf mitt er
aftur orðið heilbrigt og ánægju-
legt. En hvernig fór ég að því
að hætta? Ég leitaði á náðir
„Félags nafnlausra áfengis-
sjúklinga", eins og ég sagði áð-
an, og ég uppgötvaði, að það sem
ég gat ekki gert sjálfur, hve
feginn sem ég vildi og þurfti,
gat ég með þeirra hjálp, með
hjálp annarra ofdrykkjumanna,
og með því að hjálpa þeim. Auð-
vitað kemur það fyrir, að á
mig sækir vonleysi og áköf
freisting, þegar allt virðist öfugt
og umsnúið, og það eina, sem
virðist geta kippt öllu í lag sé
vænt glas af sterku áfengi. En
þá kem ég alltaf auga á ein-
hvern annan, sem virðist hafa
miklu meiri þörf fyrir hjálp en
ég fyrir áfengi, og með því að
hjálpa honum, gleymi ég erfið-
leikum sjálfs míns.
í þessu er fólginn styrkur
,,F.N.Á..“ Það væri aumur mað-
ur sem neitaði að hjálpa ein-
hverjum, af því að hann langaði
sjálfan í áfengi, og hann væri
meira en lítill hræsnari, ef hann
svalaði þorsta sínum áður, án
þess að viðurkenna, að hann
hefði gert það. Auk þess er
ekki hægt að blekkja ofdrykkju-
menn þannig. Til þess eru þeir
öllum hnútum of kunnugir. Fyr-
ir tiltölulega skömmu þurfti ég
að leysa af hendi verk, sem var
mér mjög ógeðfellt. Það fékk
mjög á mig, en ég gat ekki skot-
ið mér undan að gera það. Ég
hafði ekki bragðað vín í margar
vikur, þegar einn morgun beið
mín viðtal á skrifstofunni
klukkan 11,30 við mann, sem ég
kveið fyrir að hitta. Hann hafði
fram að færa kvörtun, sem mér
fannst fyllilega réttmæt, þó að
ég mætti ekki láta það uppL