Úrval - 01.02.1949, Page 84
82
ÚRVAL
Það skeður ekki oft, að sjálf-
ar lífsaðstæðurnar séu óbærileg-
ar, enda þótt þær geti verið
hörmulegar. Það sem gerir bar-
áttuna erfiðasta, er venjulega
hin reikula aðstaða konunnar
gagnvart ytri og innri kröfum,
gagnvart siðalögmálunum og
hugsjónunum.
Til þess að skilja hugarfar
konunnar og örlög hennar, er
nauðsynlegt, að skoða hana í
ljósi hins menningarlega sam-
hengis, því að gildishugtökin,
sem liggja til grundvallar kröf-
um hennar til sjálfrar sín, og
kröfum karlmannanna til henn-
ar, stangast oft. Það er t. d. ó-
mögulegt að vera ,,smart“,
snyrtileg og taka þátt í hugðar-
málum eiginmannsins, í sam-
kvæmislífinu, stjórnmálalífinu,
listum eða bókmenntum, og vera
jafnframt nægjusöm, fórnfús og
ósérhlífin gamaldags húsmóðir,
sem hugsar ekki um neitt nema
heimili sitt.
Og þó eru margar konur und-
ir áhrifum beggja þessara gild-
ishugtaka. Þær fá samvizkubit,
ef þær eyða tíma eða pening-
um til þess að þroska sig eða
gera sig aðlaðandi. En þær fá
líka samvizkubit, eða að minnsta
kosti minnimáttarkennd, ef þær
afneita öllu öðru fyrir kiðfætt-
an krakka, sem þær eiga að ann-
ast.
Það er sameiginlegt mæðrum,
sem eru þreyttar, yfirspenntar
eða örvinglaðar, að þær þjást
af óljósri sektartilfinningu,
hvort sem þær lifa í samræmi
við hugsjónir fyrri kynslóða eða
nútímans. Óttinn við að reyn-
ast ekki nógu fullkomin, og ör-
yggisleysið, er sameiginlegt,
enda þótt það fari oft dult. Mæð-
ur okkar tíma standa mitt á milli
reglna hinna fábrotnu búskap-
arhátta, og þeirra reglna, sem
nú eru að skapast, á tímum iðn-
þróunar og þéttbýlis. Við hugs-
um oft ekki meira um þessar
reglur og hefðbundnu venjur
lifnaðarháttanna en um það, að
við drögum andann. Þegar regl-
urnar eru skýrar og ótvíræðar,
getum við tekið afstöðu til
þeirra, með eða á móti. En það
er erfiðara að eiga við hinar
óljósu og óafmörkuðu kröfur.
Þó að við höldum, að okkur hafi
tekizt að losa okkur við öll gam-
aldags viðhorf og kenningar,
sitja þær samt eftir í okkur.
Hið ytra form daglegs lífs
hefur tekið mjög örum breyt-
ingum á tveim síðustu manns-
öldrum. Viðhorfin og hugsunar-