Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 34
32
tJR VAL
undir heiðbláum himni.“ Odd-
sock hafði að vísu aldrei iðkað
þessa utandyraguðsdýrkun, en
af því að hann hafði aldrei
kynnzt guði innandyra, var ekki
nema eðlilegt, að hann hugsaði
sér guð einhversstaðar úti í
náttúrunni. (Hann ætlaði sér að
leita hann uppi einhvern tíma).
En hann var ekki í vandræð-
um að svara englinum:
„Já,“ sagði hann, „innst inni
er ég mjög trúhneigður, þó að
ég tilbiðji ekki guð í kirkju.“
Það kom dálítill undrunar-
svipur á andlit engilsins. „Hver
var að tala um að tilbiðja guð?“
spurði hann. „Ég var að tala um
trú þína. Ég ætlaði einmitt að
fara að segja, að ef kristnir
menn töluðu af jafnmikilli sann-
færingu og trausti um trú sína
og þú játar trú þína á dollar-
inn . . . “
„Hvað áttu við?“ spurði
Oddsock vandræðalega. Svo
breytti hann skyndilega um
umræðuefni: „Vel á minnst, þú
hefur ekki sagt mér til hvers þú
komst.“
„Ég var að vona,“ sagði eng-
illinn, „að ég mætti setja nafn
þitt á einn listann okkar.“
„Nú, já, þú vilt koma mér í
nefnd! Gott og vel, ég er eins
fús til að leggja góðu máli iið-
sinni og hver annar af sam-
borgurum mínum . . . “
„Mundurðu vilja ganga svo
langt, að segja, að þú elskir
meðbræður þína?“ spurði eng-
illinn.
„Því ekki það?“ sagði Odd-
sock. „Mér er oft hrósað fyrir,
hvað ég hef gott lag á fólki.
Það er mjög mikilvægt í við-
skiptum nú á dögum — að
kynnast fólki — geta sér rélt
til um smekk þess —“
„En elskarðu fólkið?“ spurði
engillinn.
„Ég hef mína aðferð,“ sagði
Oddsock. „Ég kalla hana guli-
vægu regluna mína — „ég skal
klóra þér á bakinu, ef þú vilt
klóra mér.“ Eins og ég sagði
áðan: ég er jafnfús að hjálpa
náunga mínum og hver annar.
Annars var ég búinn að ákveða
að fara að létta á mér og taka
mér hvíld — engar fleiri nefnd-
ir, engar fleiri ábyrgðarstöður.“
„Hefur þér tekizt að létta á
þér ?“
„Ekki enn, en ég vona, að að
því komi einhverntíma. Ég hef
nefnilega orðið að vinna mikið.
Ég er alltaf kominn á skrifstof-
una klukkan níu. — Hver mat-