Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
Kvenfrelsishreyfingin hefur
unnið þarft verk með því að
vinna bug á hleypidómum og
opna leið fyrir starfsþrá kon-
unnar ■— en þó er mikið ógert,
bæði í þjóðfélaginu og í hugar-
farinu. Við ættum að vera kom-
in það langt, að hugtakið jafn-
rétti geti fengið sálfræðilega
rétta merkingu. Við konurnar
eigum að hætta að keppa að
sama markmiði og karlmenn-
irnir, markmiði, sem aðallega
er bundið við metorð, völd og
peninga, en snúa okkur að vinnu-
gleðinni og gleðinni yfir því, að
sjá eitthvað vaxa og þroskast.
Það eru forréttindi konunn-
ar að komast í innilegri snert-
ingu við lífið en nokkur karl-
maður getur komizt, þegar hún
leggur barn sitt á brjóst. Það
er framtíðarverkefni konunnar,
að forma þannig kröfur sínar,
að hún þurfi ekki að lifa niður-
bæld af sektartilfinningu sinni
og óvild. En það er eins sjálf-
sagt og eðlilegt fyrir hana, að
sameina móðurhlutverkið og
starfið utan heimilisins, eins og
það er eðlilegt fyrir karlmann-
inn að sameina heimilislífið og
atvinnuna. Til þess að þetta
megi verða, er nauðsynlegt, að
bæði karlmenn og konur vinni
að því að útrýma þeim hugsun-
arhætti, sem veitir karlmönnum
forréttindi í þjóðfélaginu. Að-
eins sem samborgarar, sem eru
jafnréttháir, bera jafna virð-
ingu hvor fyrir öðrum og vinna
jafnt sinn hlut í þágu heimilis-
ins, geta maður og kona mætzt
án ótta og óvildar.
Njósnir.
Einn af auðugustu f jármálamönnum New Yorkborgar varð
ástfanginn af ungri, fallegri leikkonu. Þegar þau höfðu verið
saman um þriggja mánaða skeið, ákvað fjármálamaðurinn með
sér, að hann skyldi kvænast henni. En áður en hann bað henn-
ar, réði hann til sín leynilögreglumann til að rannsaka fortíð
hennar og komast að því, hvað hún gerði, þegar hún var ekki
með honum.
Eftir nokkra daga kom skýrsla leynilögreglumannsins, svo-
hljóðandi:
XJngfrú X hefur mjög gott orð á sér. Fortið hennar er flekk-
laus. Hið eina, sem hægt er að setja út á hana, er að hún hef-
ur undanfarna þrjá mánuði verið allmikið með kunnum fjár-
málamanni, sem ekki hefur gott orð á sér. — Verden IDAG.