Úrval - 01.02.1949, Page 44
42
ÚRVAL
nokkrar ármiljónir framundan
sér til að koma sér og störfum
sínum í rétt horf.
Þegar ég var drengur, fékk ég
einhvem veginn þá hugmynd, að
í heimi hinna fullorðnu væri ekki
mikið eftir handa mér að gera.
Ef ég væri góður drengur og
lærði samvizkusamlega eins rnik-
ið og ég gat af því, sem kenn-
árar mínir og foreldrar vissu og
sögðu mér, þá myndi ég ef til
vill geta fundið mér stöðu í þjóð-
félaginu, þar sem ég gæti unnið
fyrir mér; ef ég væri dyggðug-
ur eins og sum stórmenni á sviði
stjórnmála og athafnalífs, gæti
ég kannske orðið mikils metinn
og ríkur, eins og þeir.
En mín biðu engin ný og stór-
fengleg úrlausnarefni. Það var
margt hægt að læra í listum og
vísindum, af hinum gömlu meist-
urum; námsstyrkir voru tak-
markið, ekki uppgötvanir. Skyld
an, ekki ævintýrið; vinnan, ekki
leikurinn, í daufgerðum heimi
þar sem allt var þegar gert. —
Og þetta var allt blekking.
Ég gleymi aldrei þeirri hrifn-
ingu, sem greip mig, þegar ég
las frásögn nokkurra sagnfræð-
inga af sama atburðinum, og
sá, að þeim bar ekki einu sinni
saman um staðreyndirnar. Þá
varð mér Ijóst, að þarna beið
okkar drengjanna verkefni. Það
var ekki fólgið í því, að læra
sögu, heldur skapa sögu, skrifa
sögu. Hvern einasta kafla varð,
og verður, að vinna og skrifa
að nýju.
Þessi uppgötvun opnaði augu
mín fyrir öðrum „námsgrein-
um“. Ég varð athugull og for-
vitinn aftur, eins og ég hafði
verið sem ungbarn. Og þegar ég
heyrði af vörum nokkurra há-
skólakennara — mikilla manna,
meiri en ég gat nokkurn tíma
vonazt eftir að verða — þá
furðulegu staðreynd, að þeir
vissu ekki og gætu ekki orðið
sammála um, hvað þekking er
í vísindum, og hvað rétt er í
siðfræði, þá var ég loks orðinn
stúdent í orðins sönnu merkingu
og lagði leið mína til nokkurra
evrópskra háskóla, þar sem ég
komst að þeirri ánægjulegu nið-
urstöðu, líkt og sonur minn við
kranann, að hin fullkomnu mik-
ilmenni Evrópu kynnu heldur
ekki pípulagningu, eða yfirleitt
nokkuð, til hlítar.
Og þegar ég kom heim, var
ég gripinn af hrifningu í vitund
þess, að hér væru tækifæri, milj-
ónir verkefna, stórra og smárra-,