Úrval - 01.02.1949, Page 118
Ur minnlsblöðum hins bráðlynda.
Smásaga
eftir Anton Tjekhov.
'C'g er alvarlega sinnaður og
hin andlegu afköst mín eru
heimspekilegs eðlis. Köllun mín
liggur á fjármálasviðinu, ég
hef lagt stund á f járlagavísindi
og hef nú með höndum ritverk
er ég nefni: Hundaskattur, for-
tið hans og framtíð. Þér hljót-
ið vissulega að vera á einu máli
með mér um það, að slíkt við-
fangsefni á í engu skylt við
ungar stúlkur, ástaleiki, tunglið
eða annan slíkan hégómaskap.
Morgunn. Klukkan tíu.
Mamma rennir í kaffibolla
handa mér. Ég drekk hann og
geng síðan rakleitt út á sval-
irnar til þess að taka til við
ritgerðina mína. Ég tek hreina
pappírsörk, dýfi pennanum í
blekbyttuna og skrifa fyrir-
sögnina: „Hundasliattur, fortíð
hans og framtíð“. Eftir að hafa
hugsað mig um nokkra stund,
held ég áfram: „Sagnfræðilegt
yfirlit. Samkvæmt upplýsing-
um, sem finnast í ritum Heró-
dóts og Xenofons, er ástæða
til að ætla að upphaf hunda-
skatts sé um . . . .“
Þá heyri ég fótatak, sem mér
finnst í mesta máta grunsam-
legt. Ég lít niður af svölunum
og kem auga á stúlku nokkra,
toginleita og mittislanga að
sama skapi. Hún heitir, að ég
held, Nadjenka eða Warjenka,
hvað heldur ekki skiptir
minnsta máli. Hún er að leita
einhvers og lætur sem hún hafi
ekki orðið mín vör; hún raular
fyrir munni sér:
„Kanntu ekki ennþá kvœðið
Ijúfa . . .“
Ég les yfir það sem ég hef
skrifað og ætla einmitt að fara
að halda áfram, en þá rekur
ungfrúin allt í einu upp á mig
andlitið, eins og hún sé nú
fyrst að veita mér athygli, og
segir döprum róm.
„Góðan daginn Nikolai And-
rejitsj! Hugsið yður bara hve
ég hef orðið fyrir mikilli ó-