Úrval - 01.02.1949, Síða 31
BLÖÐFLOKKARANNSÓKNIR 1 BARNSFAÐERNISMÁLUM
29
AB-flokki. Með samskonar til-
raunum kemst hann að raun
um, að blóð Maríu er af 0-
flokki. Samkvæmt erfðalög-
máli Mendels geta faðir af AB-
blóðflokki og móðir af 0-blóð-
flokki aðeins átt barn af 0-blóð-
flokki. Af því leiðir, að Ríkarð-
ur getur ekki verið faðir barns-
íns.
Aftur á móti getur blóð-
flokkarannsókn aldrei sannað
faðerni. Hún getur aðeins af-
sannað faðerni, og ef hún gerir
það ekki, verður karlmaðurinn
að verja mál sitt sem bezt
hann getur með öðru móti.
Þegar svo er komið, mun dóm-
urinn þó allajafna ganga kon-
unni í vil.
Hverjar eru þá líkurnar til
þess að saklaus maður geti
sannað sakleysi sitt með blóð-
flokkarannsókn? Með A B 0
prófunum eru líkurnar ein á
móti séx. En eftir að það upp-
götvaðist, að ef blóðvatni úr
kanínu er blandað saman við
rauðu blóðkornin, má greina
tvö ný efni í blóðinu, M og N,
eru líkurnar ein á móti þrem-
ur.
Árið 1940 uppgötvuðu lækn-
arnir dr. Landsteiner og dr.
Wiener í New York hinn svo-
nefnda Rh-eiginleika blóðsins*,
og síðan geta 55 af hverjum
100 karlmönnum, sem ranglega
eru sakaðir um faðerni, sannað
sakleysi sitt.
Ef til vill kemur sterkasta
sönnunin um gildi blóðflokka-
rannsóknanna í barnsfaðernis-
málum frá hinum ógiftu mæðr-
* Um Rh-eiginleikann segir Niels
prófessor Dungal í greininni „And-
stæður í blóðinu“ í 7. árg. 3.—4.
hefti „Heilbrigðs lífs“: „Hugsum
okkur að við tækjum blóð úr
hundrað mönnum og dældum því inn
í dýr, t. d. naggrísi, blóði úr hverj-
um einstökum í hvert dýr. Við
myndum fá mótefni á móti A- og
B-eiginleikum þeirra, sem af þeim
flokkum eru og fleiri mótefni, sem
hér verður ekki greint frá: en öll
þessi mótefni er hægt að tína úr
blóðvatninu með sérstökum aðferð-
um. En þegar við værum búin að
tína öll þessi mótefni, sem þekkt eru,
í burtu, myndum við finna, að hjá
85 af þessum 100 dýrum væru enn
sérstök mótefni, sem ekki gætu
talizt til áður þekktra blóðflokka.
Þetta er það, sem kallað er Rh-eigin-
leiki blóðsins. Rh er skammstafað
fyrir Rhesus, af því að þessi eigin-
leiki fannst fyrst í apablóði. En
Rhesus er latneskt nafn á apa.
Wiener hefur sýnt frá á, að 85%
af öllum mönnum hafa Rh-eiginleik-
ann, en 15% hafa hann ekki. Á Is-
landi hafa 81% fundizt með Rh-eig-
inleikann, en 19% án hans.“