Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
og Malcolm — að hann hafði
langa og beina fætur, breiðar
herðar, brúnt, hrokkið hár, var
flatvaxinn að framan, og að ann-
ar vangi hans var snotur. En
vitundin um það, að við vorum
ein í fyrsta skipti, og að enginn
gat séð til okkar, var þó rík-
ust í huga mínum.
Ég býst við, að hefði hann
ekki haft þetta hræðilega ör,
myndi hann hafa tekið mig í
faðm sér og þrýst mér fast að
sér og kysst mig. — Það myndu
flestir karlmenn hafa gert.
Ég veit nú, hvernig ég hef ver-
ið útlits, rjóð og heit, með flaks-
andi hár og fráhnepptan kjól-
inn. Og af því að hann var
vanur stórum maísökrum,
þá hefur honum sennilega alls
ekki dottið í hug, að ástæð-
an fyrir útliti mínu væri
sú, að ég hefði skelfzt við að
vera ein míns liðs á slíkum akri.
Hann hefur kannske haldið —
þú veizt, hvað ég á við.
Jæja, — ef andlit hans hefði
verið óskaddað — þegar hann
horfði á mig eins og hann gerði,
eins og karlmaður horfir á konu,
sem hann þráir, þá myndi ég
hafa orðið hrædd — dálítið. Og
kannske hefði ég farið að gráta.
Og kannske hefði hann kysst
mig aftur. Þú veizt, hvernig
slíkt og þvílíkt atvikast. Vel
gat verið, að ég hefði kom-
ið út af akrinum hálftrúlofuð.
Því ekki það ? Ég var orðin nógu
gömul á þeirrar tíðar mæii-
kvarða. Það hefði verið eðlilegt.
Og það hefur hann líklega hald-
ið í fyrstu.
En hvað gerði ég? Ég leit á
vesalings afskræmda andlitið
hans og hrökk aftur á bak, eins
og ég hefði stigið ofan á nöðru.
Og svo rak ég upp óp og hljóp
í burt.
Hvernig heldur þú að hon-
um hafi verið innanbrjósts,
þegar hann var orðinn einn
þarna úti á akrinum ? Hann hlýt-
ur að hafa verið viss um, að
ég myndi segja öllum, að hann
hefði ráðizt á mig. Hann hefur
sennilega búizt við að vera af-
settur og smáður, þegar hann
kæmi út af akrinum.
En þungbærast hlýtur það að
hafa verið fyrir hann að kom-
ast að raun um, á svona hrotta-
legan hátt, sem framkoma mín
bar vott um — eins og einhver
hefði höggvið til hans með exi
— að þannig myndi hann líta
út í augum hverrar þeirrar konu,
sem hann reyndi að nálgast. Það
hlýtur að hafa verið —hún