Úrval - 01.02.1949, Side 98
96
ÍTRVAL
36. Þeir einu hlutir, sem
komast inn í atómið eru brot úr
öðrum atómum, svo sem prótón-
ur, nevtrónur og elektrónur. En
til þess að það geti orðið, verð-
ur að ,,skjóta“ þeim með réttum
hraða. Geislun frá geislavirkum
efnum samanstendur að nokkru
leyti af slíkum atómbrotum.
37. Geislun er bylgjuhreyf-
ing. Slík bylgjuhreyfing er t. d.
rafsegulbylgjur, sem notaðar
eru við útvarp, sömuleiðis hita-
bylgjur, ljós, röntgengeislar og
geimgeislar. Mikill fjöldi ör-
smárra efnisagna, sem hreyfast
samtímis, getur verkað eins og
bylgjuhreyfing.
38. Geislavirk efni gefa frá
sér þrjár tegundir af bylgjum:
1) AZ/a-agnir, sem eru hraðfara
kjarnar helíumatóma, 2) Beta-
agnir, sem eru hraðfara elek-
trónur og 3) pamma-geisla, sem
eru rafsegulbylgjur, skyldar
röntgengeislum og ljósgeislum.
39. Af þessum þrem tegund-
um geisla eru það aðeinsgamma-
geislarnir, sem réttilega kallast
geislar, en líkjast þó mjög
straumi efnisagna, vegna þess
hve þeir hafa stutta bylgju-
lengd. Gamma-geislun má því
mæla í einskonar skömmtum eða
einingum, sem kallast fótónur.
40. Sökum þess eðlis geislun-
arinnar að koma fram í fótón-
um, þá verður litróf frumefn-
anna línur úr lituðu Ijósi, en ekki
samfellt band. Slík litróf eru
líka til utan sviðs hins sýnilega
ljóss, og geta orðið sýnileg með
Ijósmyndun.
41. Brautir elektrónanna í
Beta-geislunum eru beinar línur,
en beygja má þær út af braut-
um sínum með segulafli. Á þessu
byggist atómkljúfurinn.
42. Prótónur má einnig
beygja út af brautum sínum með
segulafli, en þær leita í gagn-
stæða átt við elektrónurnar,
vegna þess að rafhleðslan er
gagnstæð.
43. Tegund geislunar og
helmingunartími, þ. e. sá tími
sem líður þangað til geislunin
hefur minnkað um helming, er
einkennandi fyrir hverja geisla-
virka ísótópu og er það notað
til að þekkja þá ísótópu frá öðr-
um.
44. Gamma-geislar eru sterk-
ir í þeim skilningi, að þeir smjúga
auðveldlega gegnum loft og ým-
is efni, en Alfa og Beta geislar
veikari.
Þótt Alfa og Beta geislar
stöðvist tiltölulega fljótt á leið