Úrval - 01.02.1949, Page 58
56
URVAL
enginn lætur sig það neinu
skipta — nema þú sjálfur.
2. Talaðu um eitthvað, sem
þú þekkir af eigin reynslu.
Sæktu ekki efnið þitt í blöð
eða tímarit. Taktu það úr eigin
lífi þínu, eins og t. d. „það sem
ég sé mest eftir að hafa gert“,
„lærdómsríkasta reynsla mín“
o. s. frv.
3. Skrifaðu hjá þér nokkrar
ábendingar um það, sem þú
ætlar að tala, en lærðu aldrei
ræðu þína utanað orði til orðs.
Þá verður flutningurinn þulu-
legur og vélrænn.
4. Notaðu mikið lýsingar og
dæmi og æfðu þig með því að
tala um málefnið við vini þína.
Ræða á ekki að vera annað en
samtal í útfærðri merkingu.
Talaðu til áheyrendanna eins og
þú værir að tala í tíu manna
hopi heima í stofunni þinni, og
notaðu sömu náttúrulegu til-
burðina.
5. Líðan þín hefur áhrif á
tilheyrendurna. Ef þér líður
illa meðan þú talar, líður á-
heyrendunum ekki vel að hlusta
á þig.
Sálfræðingur við Columbia-
háskólann, sem sótti námskeið
hjá Carnegie, sagði við hann:
„Við mennirnir erum það sem
okkur finnst við vera sjálfir.
Þér flytjið nemendur yðar stig
af stigi þangað til þeir hætta.
að hugsa um, að þeir séu
hræddir. Þeir breytast af því að
álit þeirra á sjálfum sér breyt-
ist.“
Carnegie trúir því, að menn
geti lært að sigrast á ótta
sínum með því að tala í hópi
kunningju, sem koma saman í
þeim tilgangi.
„Það eru engir töfrar fólgnir
í aðferð minni,“ segir Carnegie,
„en árangurinn er oft töfrum
líkur. Margir foreldrar, sem
sótt hafa námskeið mín, hafa
orðið virkir þátttakendur í
opinberum málum og öðlast
með því sjálfstraust og hug-
rekki, sem reynzt hefur börnum
þeirra hollt fordæmi. Slikt er
börnunum dýrmætara en dollar-
ar,“ segir hann. „Þau verða
ekki hugrökk, þó að þeim sé
sagt að vera það, fordæmi for-
eldranna ræður mestu — til
góðs eða ills.
-o-