Úrval - 01.02.1949, Page 32
30
ÚRVAL
um sjálfum. Eftir að framburði
þeirra hefur verið hnekkt með
blóðflokkarannsókn, játa þær
nálega alltaf, að ákæran hafi
verið röng. Lögfræðingur einn,
sem flutt hefur barnsfað-
ernismál fyrir þúsundir ógiftra
mæðra, segir: „Árið sem leið
játuðu allar mæðurnar sjálf-
viljugar nema ein, að ákæran
um faðernið hefði verið röng.“
Þessi lögfræðingur segir frá
ógiftri móður, sem ætlaði að
reyna að koma faðerni barns-
ins síns á nafnkunnan, ókvænt-
an mann. Henni tókst að ná
sýnishorni af blóði hans, undir
fölsku yfirskyni, og sendi það
ásamt sýnishorni af blóði sínu
og bamsins til efnafræðings,
og spurði, hvort maðurinn, sem
þetta blóð væri úr, gæti verið
faðir barnsins. Tilraunin fór út
um þúfur, af því að blóðsýnis-
hornið úr manninum var ekki
nógu mikið til að hægt væri að
flokka það. Þrátt fyrir þetta
tilnefndi stúlkan manninn sem
föður barnsins — en þeg-
ar blóðflokkarannsóknin gekk
manninum í vil, játaði hún allt
saman.
Samúð kviðdómenda með ó-
giftum mæðrum ræður enn
miklu um úrskurði í barnsfað-
ernismálum. I hinu víðkunna
barnsfaðernismáli gegn Charles
Chaplin árið 1945 sýndu bióð-
flokkarannsóknir, sem voru
þríendurteknir af þrem sér-
fræðingum, að Chaplin gat ekki
verið faðir barnsins. En kvið-
dómurinn í Kaliforníu tók
þessar vísindalegu sannanir
ekki til greina, úrskurðaði
Chaplin föður barnsins og
dæmdi hann til að greiða 75
dollara á viku í meðlag.
1 þeim rétti í New York borg,
sem einkum fjallar um barns-
faðernismál (Court of Special
Sessions), mundi svona dómur
aldrei vera uppkveðinn. Eftir
þrettán ára brautryðjendastarí
á þessu sviði er það trú dómar-
anna, að þeir kveði aldrei upp
réttlátari úrskurð en þá, er þeir
láta blóðflokkarannsókn ráða
dómi sínum í barnsfaðernismál-
um.
Þýzkt-amerískt bandalag.
Síðan hernám Þýzkalands hófst, hafa 25000 amerískir her-
menn kvænzt þýzkum konum. Fram til þessa hafa 19000 þeirra
fengið landvistarleyfi í Bandaríkjunum.
— Göteborgs Handels- och Sjöfartstidning.