Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 128
126
TJRVAL
dýrin. Ég tók eftir því, áður
en sólmyrkvinn átti sér stað, að
grár hundur hljóp á eftir ketti
og dinglaði rófunni á eftir.“
Það varð þá ekkert úr þess-
um sólmyrkva. Ég fer heim. Af
því að rignir, fer ég ekki neitt
út á svalirnar til þess að
vinna.
Særði liðsforinginn freistar
þess að fara út á svalirnar á
sínu húsi, og hefur jafnvel
skrifað orðin: ,,Ég fæddist í
taænum . . .“, en þá sé ég út
um gluggann minn eina af hin-
um litklæddu, ungu meyjum
koma og draga hann heim.
Unnið get ég ekki þar sem ég er
úr jafnvægi og hef hjartslátt.
Ég fer ekki í Iaufskálann. Að
vísu er það ókurteisi, en hví
skyldi ég gera það í þessari
rigningu. Um tólfleytið fæ ég
bréf frá Masjenku. í þessu
bréfi eru ásakanir, en líka
bænir til mín, um að koma í
laufskálann, og þar að auki
segir hún ,,þú“ við mig í bréf-
inu. . . . Klukkan eitt fæ ég
annað bréf, og klukkan tvö fæ
ég þriðja bréfið. . . . Ég verð
að fara þangað. Samt sem áður
verð ég að íhuga, um hvað ég á
að tala við hana. Ég verð að
koma kurteislega fram. Fyrst
og fremst verð ég að segja
henni, að það hafi enga stoð í
veruleikanum, að ég elski hana.
Siíkt má auðvitað ekki segja
við kvenfólk. Ef kona segir:
„Ég elska yður ekki,“ þá er
það nákvæmlega eins ókurteist
eins og ef rithöfundur segir.
„Þér skrifið illa.“ Líklega er
bezt að ég gefi Warjenku álit
mitt á hjónabandinu. Ég fer í
hlýjan frakka, með regnhlíf og
fer í laufskálann. En þar sem
ég veit hve uppstökkur ég er,
þá er ég hræddur um, að mér
kunni að verða á að segja ein-
hver óhugsuð orð. En ég ætla
að reyna að halda aftur af mér
af öllum mætti.
I laufskálanum er þegar beo-
ið eftir mér. Nadjenka er föl og
grátbólgin. Þegar hún sér mig
hrópar hún af gleði og hleypur
upp um hálsinn á mér:
„Loksins! Þú ert að reyna
þolinmæði mína. Heyrðu, ég
hef ekki getað sofið alla nótt-
ina . . . ég var alltaf að hugsa.
Ég held, að ef ég kynntist þér
nánar, myndi ég . . . myndi
ég kannske fara að elska þig!“
Ég sezt niður og tek þvínæst
til að útlista fyrir henni skoðun
mína á hjónabandinu. Til þess
að vera stuttorður og gagnorð-