Úrval - 01.02.1949, Qupperneq 12
10
ÚRVAL
hræðslunni er „claustrofobia",
sett saman úr grísku orðunum
„claustrum" og fobia“, sem þýða
„lokað svæði“ og ,,ótti“.
„Óttinn við að vera lokaður
inni er sú tegund hræðslu, sem
algengust er og útbreiddust,“
segir dr. Albert C. Buckley,
prófessor í geðsjúkdómum við
háskólann í Pennsylvaníu. „All-
ir menn, konur og karlar, börn
og fullorðnir, hafa í sér eitt-
hvað af þessum ótta. Sum okkar
hafa það mikinn hemil á honum,
að hann veldur okkur ekki ó-
þægindum; fyrir aðra er hann
kvöl, sem þjáir þá alla æfi.“
Ótti er alltaf kvalarfull til-
finning, í hvaða mynd sem er.
Það má skipta honum í tvo
flokka. f öðrum flokknum er það
sem kalla mætti ,,heilbrigður“
ótti, eins og t. d. ótti manns við
bíl sem stefnir á hann. Hann
hverfur þegar bíllinn er kominn
framhjá. I hinum flokknum er
það sem kalla mætti „sjúkleg-
ur“ ótti. Hann er sjúkdómur,
sem eyðileggur heilsu og ham-
ingju. Claustrofobia er ótti af
þessu tagi.
Claustrofobia er hættuleg af
því að hún loðir við menn alla
æfi, ef ekki eru gerðar róttækar
ráðstafanir til að losna við
hana. Slík langvarandi hræðsla
er skaðleg líkamlegri og and-
legri heilsu, jafnvel þótt mönn-
um finnist þeir geti lifað við
við hana. Margskonar truflanir
á hjartastarfsemi og meltingu,
asthma, höfuðverkur og óeðli-
leg þreyta geta verið fylgi-
fiskar hennar.
Claustrofobia er svo nátengd
hjartasjúkdómum, að kunnur
sérfræðingur í hjartasjúkdóm-
um í Los Angeles segir, að inni-
lokunarhræðsla sé eitt af megin
taugaveiklunareinkennum allra
hjartveikisjúklinga sinna. Sál-
fræðingar segja, að allir þeir sem
þjást af slæmri innilokunar-
hræðslu haldi, að þeir séu hjart-
veikir; þeir eru hræddir um, að
þeir muni deyja á hverri stundu.
Fljótt á litið virðist ekki sér-
stök ástæða til þess, að truflun
á hjartastarfsemi fylgi innilok-
unarhræðslu. En það er eigi að
síður samband þar á milli. Þeg-
ar innilokunarhræðsla grípur
mann, fær hann óumflýjanlega
hjartslátt, og eftir að slíkt hef-
ur endurtekið sig oft, fer hjart-
sláttur að gera vart við sig í
öðrum hræðslutilfellum, sem
flest okkar verða fyrir í dag-
legu lífi, og smám saman verð-