Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 69
EDENGARÐUR 1 SUÐUR-AFRlKU
67
1926, varð Sabigriðlandið að
Kruger þjóðgarðinum og fjöl-
sóttasta ferðamannastaðnum í
Suður-Afríku sambandinu.
Frá júní til september —
vetrar mánuðina í Suður-Afríku
— er garðurinn alveg laus við
moskítóflugur, sem bera mal-
aríu, og þá er hann opinn al-
menningi. Hina mánuði ársins
er hann lokaður nema syðsti
hlutinn. íbúar Jóhannesborgar
aka rúma 400 km til að dvelja
um helgar í garðinum.
Ein af hugmyndum Steven-
son-Hamiltons var sú, að búð-
irnar, sem reistar yrðu væru
sem mest í samræmi við um-
hverfið. Þær eru stæling á kof-
um hinna innfæddu, hring-
myndaðar og ekki nema eitt
herbergi, búnar aðeins allra
brýnustu nauðsynjum: olíulukt,
hermannabeddum og einum eða
tveim stólum. Búðir þessar
kallast rondavel. Flestir gest-
irnir matreiða sjálfir handa sér
á hlóðum.
Þeim sem fer gegnum hlið
þjóðgarðsins í fyrsta skipti,
finnst hann vera kominn mörg
hundruð ár aftur í tímann.
Fyrsta klukkutímann, sem ég
var innangarðs, sá ég wilde-
beest — antilóputegund, sem er
eins og sambland af vísundi,
hesti og elg — villisvín, sem
mér fannst mundi vera frá
fornum jarðsögutímabilum,
hinn virðulega ,,secretary“-
fugl, háværar apafjölskyldur og
gamma, sem sátu þungbúnir í
trjátoppum. Svo komu gíraffar
í ljós á veginum fram undan.
Þegar þeir sáu bílinn, forðuðu
þeir sér inn í runna — en ekki
langt. Þeir eru ákaflega for-
vitnir. Við stöðvuðum bílinn og
biðum stundarkorn. Von bráðar
kom dröfnótt höfuð í ljós fyrir
ofan trjátopp og forvitin augu
einblíndu á okkur. „Það er eins
og eitthvað þúsund ára gamalt
sé að horfa á okkur,“ sagði bíl-
stjórinn okkar.
Þegar myrkrið færist yfir,
verða mikil umskipti. Eftir því
sem skuggar trjánna lengjast,
verða dýrin órólegri og varkár-
ari í öllum hreyfingum. Þögn
færist yfir landið. Jafnvel fugl-
arnir þegja. Loftið er þrungið
eftirvæntingu.
Við vorum eitt sinn á leið
heim í búðirnar síðla dags,
þegar tvær impala — litlu
fallegu antilópurnar, sem er
fráari á fæti en næstum öll
önnur dýr merkurinnar —
hlupu yfir veginn fyrir framan