Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
Kunningi minn var í bíl sín-
um í leit að ljónum, þegar
kallað var til hans úr öðrum bíl,
að Ijón væri niður á árbakk-
anum. Hann stöðvaði bílinn, en
sá ekkert og fór út úr bílnum.
Fáum mínútum síðar heyrði
hann óp úr bílnum. Konan
hans benti með ofboðslegri
hræðslu á risastórt, makkaloðið
karlljón, sem komið hafði úr
runna og var á leiðinni til hans.
Kunningi minn áætlaði fjar-
lægðina, tók til fótanna, komst
óhultur inn í bílinn og skrúfaði
rúðuna upp í flýti. „Þetta geri
ég aldrei aftur,“ segir hann með
sannfæringu.
Dýrin virðast ekki setja bil-
inn 1 samband við erkióvin
sinn, veiðimanninn. Margar
skýringar eru á þessu gefnar.
Sumir starfsmenn gárðsins
segja, að hinn sterki benzín-
þefur Ijái hinu hjólaða ferlíki
sérkenni, sem geri það frá-
brugðið mönnunum. Aðrir álíta,
að dýrin viti, að í bílunum eru
menn, en hafi lært af reynsl-
unni, að á meðan mennirnir
halda kyrru fyrir í bílunum, séu
þeir óskaðlegir.
Fyrsti vísirinn að Kruger-
þjóðgarðinum varð til fyrir
Búastríðið. Eftir því sem land-
nám Hollendinga og Breta
teygði sig innar í landið,
þrengdist um hið villta líf
landsins og að lokum var svo
komið, að hætta var á, að því
yrði útrýmt. Bændur skutu
rándýrin til að verja búpening
sinn, og slátruðu antilópum,
gíröffum og annarri villibráð
sér til matar og klæðis. Loks,
árið 1898, lýsti ,,Oom Paul“
Kruger, forseti, landið um-
hverfis Sabiána í Transvaal
lýðveldinu griðastað villtra
dýra, en á þessum slóðum var
dýralíf mjög mikið.
En hinn raunverulegi stofn-
andi — eða faðir — garðsins
var Englendingur, J. Stevenson-
Hamilton ofursti, sem kom til
Suður-Afríku meðan á Búa-
stríðinu stóð. Eftir stríðið, árið
1902, var honum boðið gæzlu-
starf Sabi griðlandsins í sex
mánuði. Hann gengdi starfinu
í 42 ár.
Stevenson-Hamilton vildi
gera griðlandið að Edengarði,
sem væri ósnortinn af menning-
unni, en þó aðgengilegur al-
menningi, sem kunni að meta
ósnortna náttúru og vildi læra
af henni. Griðlandið var stækk-
að hvað eftir annað og vegir og
búðir reistar. Að lokum, árið