Úrval - 01.02.1949, Page 41
HIÐ TÓMA RÚM 1 FRUMEINDINNI
39
in, og rafeindin fer braut sína
umhverfis frumið meira en þús-
und miljón miljón sinnum á
sekúndu!u
Hraði rafeindanna er meiri
en hraði reikistjarnanna. Beta-
agnirnar, sem geislamögnuð efni
senda frá sér, fara næstum með
sama hraða og ljósið, en það er
300000 km. á sekúndu!
• V •
Hjálp í viðlögum.
Það er tiltöiulega algengt, að þeir sem gera tilraunir til
sjálfsmorðs, noti til þess svefnlyf. Oft tekst að bjarga slíkum
mönnum, ef þeir komast nógu fljótt undir læknishendur. Tveir
kennarar við læknaskóla í Bandaríkjunum hafa nýlega gert
tilraunir með aðferð, sem líkur benda til að nota megi í við-
lögum, áður en næst í lækni. Tilraunina gerðu þeir á hundum,
og var hún í því fólgin, að gjörð var spennt fast um brjóstið
á þeim.
Hugsanagangur þeirra var þessi: Ofskammtur af svefnlyfj-
um er hættulegur, af því að þau lama þann hluta heilans, sem
stjórnar önduninni. Þegar sá hluti heilans lamast, hættir önd-
unin og sjúklingurinn deyr. En líkaminn hefur einnig hæfileika
til svonefndra „reflex"-hreyfinga, en þær stjórnast ekki af heil-
anum, heldur óæðri taugamiðstöðvum. Vandinn var að finna
aðferð til að vekja reflexhreyfingar öndunarinnar, svo að önd-
unin gæti haldið áfram, þó að öndunarmiðstöðin í heilanum lam-
aðist. Þetta tókst þeim, og aðferðin var sú að reyra brjóstið.
Tilraunirnar voru gerðar á hundum. Þeim voru gefin svefn-
lyf þangað til öndunina var að því komin að stöðvast. Þá var
spennt gjörð um brjóstið á þeim til að þrýsta því dálítið sam-
an. Gjörðin sem var notuð, var klútræma, svipuð því, sem lækn-
ar vefja um handlegg þegar þeir mæla blóðþrýsting. Þrýsting-
urinn á brjóstið framkallaði reflexhreyfingar, og hundurinn tók
að anda ört. Á meðan þrýstingnum var haldið við, hélt hundur-
inn áfram að anda alveg þangað til áhrifin af svefnlyfinu voru
horfin.
Þessar tilraunir hafa ekki enn verið gerðar á mönnum, en
vísindamenn telja, að ekki sé ástæða til að ætla, að þær reyn-
ist ekki eins vel á þeim og á hundunum.
— Magazine Digest.