Úrval - 01.02.1949, Qupperneq 127
ÚR MINNISBLÖÐUM HINS BRÁÐLYNDA
125
Ég er að flýta mér sjálfur
við að mæla þvermálið. . . .
Um leið verð ég að hugsa um
alla sólkringluna, en leita þó
með augunum að særða liðs-
foringjanum. Hann stendur
þá þarna og gerir ekkert.
,,Hvað á þetta að þýða?“
hrópa ég. „Hvað með sólkringl-
una?“
Hann ypptir öxlum og bendir
hjálparvana augum að hand-
leggjum sínum. Beggja megin
við hann hanga litklæddar
stúikur, þrýsta sér upp að hon-
um og gera honum auðsjáanlega
ómögulegt að hreyfa sig, hvað
þá heldur að vinna. Ég tek
blýantinn, og skrifa niður
sekúndurnar. Það er ákaflega
áríðandi. Ég skrifa einnig hjá
mér hina landfræðilegu stöðu
mína sem athuganda. Það er
einnig áríðandi. Ég ætla að á-
kveða þvermálið, en Masjenka
tekur þá bara í handlegginn á
mér og segir:
„Gleymið ekki, klukkan hálf
ellefu í kvöld.“
Ég losa hönd mína, því nú
er hvert augnablik dýrt og ætla
að halda áfram athugunum
mínum, en þá þrífur Warjenka
í handlegginn á mér og klessir
sér upp að mér. Blýantar, sjón-
gler, teikningar — allt er komið
á víð og dreif. Djöfullinn brenni
það. Það ættu þó að vera.
komið að því, að þessi stúlka
léti sér skiljast, að ég sé bráð-
lyndur, og að ég geti alls
ekki stjórnað sjálfum mér þeg-
ar ég fæ æðið — bráðlyndis-
æðið.
Ég ætla að halda áfram, en
þá er sólmyrkvinn á enda!
„Horfið þér á mig,“ hvíslar
hún með hita.
Ó, þetta er hátindur allrar
storkunar! Fyrirgefið, en slík-
ur leikur við mannlega þolin-
mæði hlýtur að eiga illan
endi. Ákærið mig ekki þótt
eitthvað hræðilegt komið fyrir!
Ég þoli engum að draga dár að
mér, eða gera gabb að mér,
djöfullinn brenni það, og ég
vil ekki ráða neinum til þess að
koma nálægt mér þegar ég er
orðinn fjúkandi vondur, djöf-
ullinn brenni það í neðsta! Þá
er ég til í allt!
Ein hinna ungu meyja, sem
líklega hefur séð á mér, hve
fjúkandi reiður ég var orðinn,
segir, auðsjáanlega í þeim til-
gangi að stilla mig:
„Nikolai Andrejitsj, ég hef
framkvæmt það sem þér lögðuð
fyrir mig. Ég hef athugað spen-