Úrval - 01.02.1949, Page 102
Frœðsla í feimnismálum.
Saga
eftir Dorothy Canfield.
RISVAR sinnum — en með
margra ára millibili—heyrði
ég Minnie frænku segja frá at-
burði, sem kom fyrir hana í
æsku og hafði ógleymanleg á-
hrif á hana. í fyrsta skipti var
hún á fertugsaldri, enn ung. En
hún hafði verið gift í tíu ár, svo
að okkur stöllunum, sem allar
vorum iangt innan við tvítugt,
fannst hún vera af allt annarri
kynslóð.
Daginn sem hún sagði okkur
söguna, vorum við staddar fyr-
ir utan húsið hennar og vorum
að ráðgera gönguferð út í skóg.
Hún sat skammt frá og var að
stoppa í sokka og skipti sér
ekkert af okkur, fyrr en ein
stúlkan sagði: ,,Við skulum hafa
teppi með okkur og sofa í skóg-
inum. Það verður gaman.“
„Nei,“ skaut Minnie frænka
hvatskeytlega inn í, „það meg-
ið þið ekki gera.“
„Hvað ætti svo sem að vera
á móti því,“ sagði önnur stúlka
ögrandi. „Strákarnir eru alltaf
í útilegum. Af hverju megum
við ekki reyna það einu sinni
líka?“
Minnie frænka lagði frá sér
sokkaplöggin. „Komið hingað,
stúlkur,“ sagði hún. „Ég ætla
að segja ykkur frá dálitlu, sem
kom fyrir mig, þegar ég var á
ykkar reki.“
Það var einhver sérstakur
hljómur í rödd hennar, sem ungt
fólk nú á dögum gæti ef til vill
ekki greint. En við gátum það.
Við þekktum af reynslunni, að
það var hinn dimmi hreimur,
sem fullorðna fólkið notaði, þeg-
ar það ætlaði að fara að segja
frá einhverju varðandi feimnis-
málin.
Frásögn hennar var þó í
fyrstu að engu leyti eftirtektar-
verð; hún hafði veikzt, þegar
hún var fimmtán ára gömul, og
oroið upp úr því mögur og lyst-
arlaus. Þar sem álitið var, að
loftlagsbreyting gæti haft góð
áhrif á heilsu hennar, hafði hún
verið send frá Vermont til Ohio