Úrval - 01.02.1949, Side 85
HEIMILIÐ OG STÖRFIN UTAN ÞESS
83
hátturinn breytast ekki eins ört.
Á bemskuárunum hafa drengir
forréttindi fram yfir telpur og
það eru fá heimili, þar sem sömu
kröfur eru gerðar til drengja
og telpna, enda sannaðist það
við rannsókn sem gerð var í
þessu efni, að drengir höfðu 14%
af tímanum til eigin umráða, en
telpurnar aðeins 7%. Og ég ef-
ast um, að telpurnar hafi not-
fært sér þessi 7 % án samvizku-
bits. Áminningarnar, sem dynja
á þeim, hafa mikil áhrif: „Hef-
ur þú stoppað sokkana þína?
Hefur þú gætt að, hvort allt
er komið á borðið? Hefur þú
lagt á borðið?“ . . .
Flestum konum finnst, að þær
séu að vanrækja hlutverk sitt,
ef þær leitast við að auka þroska
sinn. Fyrir karlmenn þykir sjálf-
sagt, að þeir vinni að frama sín-
um um leið og þeir sinna hlut-
verki heimilisföðurins. Allt, sem
karlmaðurinn gerir fyrir sjálfan
sig, er fóðrað með því, að heimili
hans njóti góðs af. Það þykir
einnig sjálfsagt, að hann fari
í margra mánaða námsferðalög,
en konan sitji heima yfir börn-
unum. En hver er sú móðir, sem
treystir sér að fara í námsferða-
lag, án þess að finna til sam-
vizkubits og sektartilfinningar ?
En það eru ekki aðeins mennt-
uðu konurnar, sem hafa notfært
sér menntunina eftir giftinguna,
sem eiga í baráttu við hugsjón-
irnar; einnig hinar, sem vegna
eiginmanns og barna notfæra
sér ekki menntunina, eiga í
sálarstríði. Hversu mjög sem
þær unna manni sínum og böm-
um, hljóta þær að öfunda hann
af þeim forréttindum, sem at-
vinna hans veitir honum, og
kannske gremst þeim líka, hve
mjög þær eru háðar honum f jár-
hagslega. Hið síðarnefnda skap-
ar mikla beiskju og óvild í huga
konunnar. Og þar sem kennt
er, að konan eigi að vera manni
sínum undirgefin — reynir hún
að hrinda frá sér öllum hugs-
unum um mismun lífskjaranna.
Ef til vill tekst henni að koma
sér til að trúa því, að hún hafi
hlotið allt, sem hún óskaði sér,
og að óánægjan stafi af því
einu, að henni þyki ekki nógu
vænt um mann sinn og börn. Oft
brýzt hin dulda óvild út í
hræðslu um að eitthvað komi
fyrir eiginmanninn eða börnin,
eða í hreingerningarástríðu, sem
hefur tvennskonar tilgang — í
fyrsta lagi undirstrikar konan
sína eigin þýðingu með því að
gera hana ákaflega þýðingar-